LOGO HSA nytt

legend2

Starfsstöðvar HSA eru vítt og breitt um fjórðunginn.  Hér til vinstri eru skýringar á táknunum á kortinu.  Smellið á kortið til að fá upplýsingar um opnunartíma og þjónustu á hverjum stað, en á tengil vinstra megin efst til að fá heildaryfirlit.

TILRAUNAVERKEFNI UM ÞJÓNUSTU SÉRGREINALÆKNA HJÁ HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) undirritaði hinn 11. apríl sl. tímamótasamninga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítala um þjónustu bæklunarlækna og þvagfæraskurðlækna á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands. Eru bundnar vonir við að á þennan hátt megi efla til muna sérfræðiþjónustu í heimabyggð til hagsmuna fyrir íbúa og jafnframt að geri megi á sama hátt samninga um frekari sérfræðiþjónustu á Austurlandi í framtíðinni.

Verði fyrirmynd víðar um landið

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt HSA 15 milljóna króna viðbótarframlag til að standa straum af samningunum í eitt ár.
Um er að ræða tilraunaverkefni og er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt á vef ráðuneytisins að lagt sé upp með að samningarnir geti orðið fyrirmynd að sambærilegum samningum um allt land til að jafna aðgengi landsmanna að margvíslegri þjónustu sérgreinalækna. Fáir sérgreinalæknar starfi utan höfuðborgarsvæðisins og hafa heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni reynt að mæta þörf fyrir þjónustu þeirra með verktakasamningum við einstaka lækna. Þetta fyrirkomulag hefur reynst stofnununum kostnaðarsamt og hvorki vel til þess fallið að tryggja þjónustu sérgreinalækna í samræmi við þjónustuþörf á viðkomandi svæði né mikilvæga samfellu í þjónustu við sjúklinga.  
Segir jafnframt að á vegum heilbrigðisráðuneytisins sé unnið að því að greina hvaða þjónustu er æskilegt að veita á heilbrigðisstofnunum um land allt og hvernig megi best tryggja aðgengi sjúklinga að þeirri þjónustu. Gert sé ráð fyrir að hlutverk Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri verði skilgreind þannig að það verði liður í þjónustu þeirra að sjá heilbrigðisstofnunum landsins fyrir þjónustu sérgreinalækna á grundvelli samvinnu og samninga.

20190411 150905

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá undirritun samnings: F.v. Bjarki Örvar Auðbergsson bæklunarskurðlæknir, Jónas Logi Franklín forstöðulæknir og Guðjón Hauksson forstjóri HSA.

20190411 150923

 

 

 

 

 

 

 

 

 Frá undirritun samnings: Guðjón Hauksson forstjóri HSA og Bjarni Smári Jónasson forstjóri SAk.

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur hlotið jafnlaunavottun – fyrst allra heilbrigðisstofnana á Íslandi

jafnlaunavottunarmerki2019Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nú formlega hlotið jafnlaunavottun. Jafnréttisstofa hefur frá og með 9. maí sl. veitt stofnuninni heimild til að nota jafnlaunamerkið. Vottunin staðfestir að HSA uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunamerkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd HSA. Merkið staðfestir að stofnunin hefur komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér beina eða óbeina kyndbundna mismunun, né launaójöfnuð af öðru tagi. Það var BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og tilheyrir BSI group (British Standards Institution) sem framkvæmdi úttektina. Eins og áður hefur komið fram þá er Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi sem hlýtur jafnlaunavottun.

Guðjón Hauksson, forstjóri:
„Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af vottuninni. Þessi vottun rímar einnig fullkomlega við jafnréttisstefnu okkar og jafnréttisáætlun. Þrátt fyrir þennan áfanga mun HSA ekki slá slöku við þegar kemur að áframhaldandi vinnu að auknu jafnrétti“.

Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs:
„Hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands starfa að jafnaði um 350 manns og eru konur í miklum meirihluta starfsfólks eða um 86% á móti 14% karla. Það er afar ánægjulegt að HSA hafi náð þessum áfanga sem verður liður í að tryggja launajafnrétti og um leið að auka og viðhalda starfsánægja og gera stofnunina að eftirsóttum vinnustað“.

Myndatexti: F.v. Emil Sigurjónsson frkvstj. mannauðssviðs, Þórarna Gró Friðjónsdóttir
rekstrar- og verkefnisstjóri og Guðjón Hauksson forstjóri HSA, með skírteini BSI
um jafnlaunavottun stofnunarinnar.

20190521 132809

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is