LOGO HSA nytt

legend2

Starfsstöðvar HSA eru vítt og breitt um fjórðunginn.  Hér til vinstri eru skýringar á táknunum á kortinu.  Smellið á kortið til að fá upplýsingar um opnunartíma og þjónustu á hverjum stað, en á tengil vinstra megin efst til að fá heildaryfirlit.

Skráið netfang fyrir aðgang þinn. Staðfestingarkóði verður sendur til þín. Um leið og þú hefur fengið staðfestingarkóðann getur þú skipt um lykilorð.

Hjúkrunarstefna

HSA hefur undanfarið staðið fyrir opnum íbúafundum um nýja hjúkrunarstefnu sem stefnt er á að innleiða á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar 1. maí 2019. Um er að ræða lokaáfanga í vinnu að stefnunni og óskar HSA eftir sjónarmiðum sem flestra til að stefnan megi þjóna íbúum hjúkrunarheimilanna sem best.

Hjúkrunarstefnan tekur mið af eftirtöldum þáttum:
- Að búa íbúum vistlegt heimili þar sem mannréttindi, mannúð og virðing eru í heiðri höfð.
- Að skapa íbúum öryggi með viðeigandi félagslegum og heilsufarslegum stuðningi.
- Að veita íbúum alla nauðsynlega hjúkrun, umönnun, læknishjálp og endurhæfingu.
- Að styðja og styrkja sjálfsmynd og sjálfræði íbúa.

Fyrirspurnir vegna hjúkrunarstefnu má senda á netfangið ninahronn<hjá>hsa.is

 

 


sumarstorf 2019 

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is