LOGO HSA nytt

Þolendur kynferðisofbeldis

Hafið samband við neyðarlínuna í síma 112 eða við hjúkrunarfræðing í síma 1700 sem ráðleggur um næstu skref

Móttaka þolenda kynferðisofbeldis
Tekið er á móti þolendum kynferðisofbeldis á heilsugæslustöðvum og á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þolendum í Fjarðabyggð er í flestum tilfellum vísað á Umdæmissjúkrahúsið.

Hverjir sinna þolendum kynferðisofbeldis innan HSA?
Læknar og oftast ljósmæður sem hafa fengið leiðbeiningar um móttöku þolenda kynferðisofbeldis.

Kostnaður
Þeir sem eru undir 18 ára fá þjónustu sér að kostnaðarlausu, aðrir greiða komugjald.

Er þjónusta við þolendur veitt allan sólarhringinn?
Já.

Hvernig læknisskoðun hlýtur viðkomandi? Er það réttarlæknisfræðileg skoðun og eru sakargögn varðveitt? Og þá hversu lengi?
Allir þeir sem leita til HSA vegna þessa fá þjónustu eftir leiðbeiningum frá Neyðarmóttöku Landspítala og lögreglu þar um. Lögregla geymir gögn málsins. Skráð er lögbundin sjúkraskrá viðkomandi sem geymd er í gagnagrunni Embættis landlæknis (SAGA).

Er boðið upp á lögræðilega ráðgjöf?
Lögregla hefur séð um að útvega lögfræðing.

Sálfræðiaðstoð
Leita má eftir tilvísun heimilslæknis til sálfræðinga HSA og/eða sálfræðinga sem starfa í Reykjavík en koma reglulega með þjónustu á Austurland.

Er þolanda vísað eða gefinn kostur á að leita sér aðstoðar hjá neyðarmóttöku Landspítala?
Þolendum er gefinn kostur á því að leita til neyðarmóttöku bæði á Akureyri og í Reykjavík ef þeir óska eftir því. Stígamót koma á Austurland x2 í mánuði og veita þjónustu, en hún er óháð starfsemi HSA.

Hvernig er þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis háttað á mismunandi starfsstöðvum stofnunarinnar?
Í grunninn er þjónustan eins en aðeins er þó munur á þjónustustigi eftir svæðum vegna mismunandi samsetningar starfsmannahópsins. Sérfræðiþjónusta HSA er að mestu veitt í Neskaupstað og minni heilsugæslustöðvar beina skjólstæðingum gjarnan þangað. Annars eru á öllum heilsugæslustöðvum leiðbeiningar og áhöld vegna þessara mála til staðar sem starfsmenn nýta og fara eftir.

 

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is