LOGO HSA nytt

Sjúkraskrá - beiðni um afhendingu

Í beiðni einstaklings um upplýsingar úr sjúkraskrá sinni verður eftirfarandi að koma fram:

Nafn
Kennitala
Tölvupóstfang
Símanúmer
Er óskað eftir 

- Mæðraskrá
- Skýrslu læknis um dvöl á HSA
- Skýrslu læknis um komu á göngudeild
- Hvaða sérgrein lækninga
- Annað, hvað

Nauðsynlegt er einnig að tilgreina annars vegar hvar á Austurlandi og hins vegar hvaða tímabil (dags/ár) var komið/dvalið innan HSA.

Beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá

Rafræn sjúkraskrá er samtengt safn upplýsinga um sjúkling sem unnar eru í tengslum við meðferð eða fengnar annars staðar frá vegna meðferðar hans.
Rafræn sjúkraskrá samanstendur af mörgum sértækum heilbrigðisupplýsingakerfum eins og almennu sjúkraskrárkerfi, lyfjafyrirmælakerfi, rannsóknastofukerfum, myndgreiningarkerfi, skurðstofukerfi, bókunarkerfi o.fl

Lög um sjúkraskrár

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is