Það getur verið óljóst hvert á að leita með mismunandi erindi innan heilbrigðisþjónustunnar.
Fólk ætti að snúa sér til heilsugæslunnar með öll erindi þar sem ekki er bráð lífshætta eða tafarlausrar meðferðar krafist í sjúkrahússumhverfi. Heilsugæslan beinir fólki áfram í viðeigandi farveg, svo sem í endurhæfingu, á sjúkrahús eða til sérfræðinga. Símanúmer vaktþjónustu heilsugæslunnar, s.s. utan dagvinnutíma, er 1700.
Verði fólk fyrir alvarlegu slysi eða skaða ber að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112 sem gerir vakthafandi lækni og bráðateymi á viðkomandi svæði viðvart. Hafa má samband við vakthafandi lækni utan dagvinnutíma vegna heilsufarslegra erinda sem þola ekki bið.