LOGO HSA nytt

Endurhæfingardeild Neskaupstað

endurhaefing nota1

Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun þarf að fá hjá lækni og hafa þjálfunaraðilar síðan samband við umsækjanda. Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

- Sjúkraþjálfun
- Iðjuþjálfun
- Færniþjálfun
- Verkjameðferð
- Hjarta- og lungnaendurhæfing
- Ráðgjöf
- Fræðsla

Endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúsi Austurlands
Mýrargötu 20, 740 Neskaupstað.
Sími 470 1470, netfang; endurh_nes<hjá>hsa.is.

Hjarta- og lungnaendurhæfing
Haldin eru námskeið fyrir hjarta-og lungnasjúklinga. Þau byggja á fræðslu og hreyfingu. Námskeiðin gera hjarta- og lungnasjúklingum mögulegt að sækja endurhæfingu í heimabyggð.

Þyngdarmeðferð
Haldin eru námskeið fyrir þá sem kljást við ofþyngd. Þau er byggð upp á svipaðan hátt og hjarta - og lungnanámskeiðin. Umdæmissjúkrahús Austurlands er einn af fáum stöðum á landinu sem býður upp á endurhæfingu af þessu tagi.

Sundlaug
Á neðstu hæð eldra húsnæðis sjúkrahússins er æfingasundlaug. Þar hefur einnig verið boðið upp á ungbarnasund og vatnsleikfimi, en aðrir en þeir sem eru til meðferðar hjá deildinni geta notað laugina og æfingasal eftir samkomulagi við deildina gegn endurgjaldi.

endurhaefing nota3

Sérstakir lífsstílshópar hafa verið starfræktir innan vébanda Endurhæfingardeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Þar á meðal eru sérstakir hópar í endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga og þeirra sem kljást við ofþyngd.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is