LOGO HSA nytt

Leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum HSA

Nú er hægt að panta tíma í leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum á Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Leghálskrabbameinsleit er fyrir konur á aldrinum 23-65 ára og er gerð á þriggja ára fresti, en oftar hjá þeim sem greinst hafa með frumubreytingar.

Endilega pantið tíma á ykkar heilsugæslustöð þegar borist hefur boðsbréf frá Krabbameinsleitarstöðinni. Þjónustan er mismunandi eftir heilsugæslustöðvum, vinsamlega leitið nánari upplýsinga.

Hópleit Krabbameinsfélagsins verður auglýst sérstaklega.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - info@hsa.is
Símanúmer: Umdæmissjúkrahús 4701450  -  heilsugæslustöðvar  -  fjármál/bókhald 4701400  -  rekstrarstjórar  -  skrifstofa forstjóra 4703050