LOGO HSA nytt

Sjúkraþjálfari í heilsugæslu HSA

HSA fór árið 2016 af stað með nýtt þróunarverkefni á landsvísu, sem gengur út á að sjúkraþjálfari starfar nú við hlið lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni.

Bak- og aðrir stoðkerfisverkir eru mjög algengir og orsaka stóran hluta óvinnufærni. Stór hluti bakverkja er vegna starfrænna ástæðna og leið að lausn er ekki síst í gegnum almenna og sértæka líkamlega þjálfum og réttar vinnustellingar. Sjúkraþjálfarar eru sérmenntaðir í stoðkerfi líkamans og þ.a.l. í að greina frávik í virkni þess. Því fyrr sem sjúkraþjálfari kemur að vandamáli þar sem sérþekkingar hans er þörf, því meiri líkur eru á skjótari og betri bata.

Með því að hafa sjúkraþjálfara inni á heilsugæslu, þar sem aðrar starfsstéttir umgangast hann og eiga gott aðgengi að honum, læra þær að nýta sér styrkleika hans og þverfaglegt samstarf eykst.
Hefð er fyrir starfi sjúkraþjálfara í heilsugæslunni í Svíþjóð og fleiri þjóðir hafa tekið þetta upp s.s. Finnar og Skotar.

Viðfangsefni sjúkraþjálfara í heilsugæslu er:
• Frumgreining
• Ráðgjöf
• Leiðbeiningar t.d. um æfingar
• Ekki hefðbundin meðferð

Móttökuritarar á heilsugæslu HSA bóka fólk hjá sjúkraþjálfaranum. Einstaklingar geta einnig óskað eftir slíkum tíma við móttökuritara.

Viðvera sjúkraþjálfara í heilsugæslu HSA:
Mánudaga: Egilsstaðir.
Þriðjudaga: Fáskrúðsfjörður
Miðvikudaga: Eskifjörður
Fimmtudaga: Egilsstaðir

Sjúkraþjálfari heilsugæslunnar er að hefja fræðslu í grunnskólum um líkamsbeitingu, sem og á vettvangi skipulagðra samverustunda nýbakaðra foreldra með ungbörn sín.


Athugið að eins og áður starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á endurhæfingardeildum HSA og vísa læknar til þeirra.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is