LOGO HSA nytt

Breytingar á þjónustu heimahjúkrunar á Seyðisfirði

Hinn 1. apríl 2018 fór Heilbrigðisstofnun Austurlands af stað með tilraunaverkefni til eins árs, með það að markmiði að efla heimahjúkrun á Seyðisfirði.
Breytingarnar eru þær að heimahjúkrun mun framvegis verða veitt frá hjúkrunarheimilinu Fossahlíð í stað heilsugæslunnar áður. Með því fyrirkomulagi á að vera hægt að koma betur til móts við þarfir einstaklinga fyrir heimahjúkrun, en fram til þessa hefur þjónustan eingöngu verið í boði á dagvinnutíma á virkum dögum.
Þjónustan verður veitt af hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ófaglærðu starfsfólki með reynslu af umönnun og hjúkrun.

Frekari upplýsingar um breytingarnar gefa:
Kristín G. Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Fossahlíð,
Sigrún Ólafsdóttir, deildarstjóri Fossahlíð,
Lukka S. Gissurardóttir, deildarstjóri heilsugæslu.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is