LOGO HSA nytt

6 vikna HAM námskeið - opið fyrir skráningar

Mér líður eins og ég hugsa;
6 vikna námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM)

Sálfræðiþjónusta HSA mun halda grunnnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á Heilsugæslunni á Eskifirði 4. apríl til 23. maí 2019 og á Egilsstöðum 29. apríl til 3. júní. Námskeiðin eru einu sinni í viku, frá kl. 14-16.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem glíma við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi en einkum er lögð áhersla á kvíða- og depurðareinkenni með sérstakri fræðslu um þau. Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur læri og þjálfist í grundvallar aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem nýtast til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál.

Athugið að takmörkuð pláss eru í boði á námskeiðið og næstu námskeið verða ekki fyrr en í ágúst. Skráningarfrestur á námskeiðið á Eskifirði er 29. mars og 22. apríl á námskeiðið á Egilsstöðum.
Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og innifalið í því er handbók.

Skráning á námskeið fer fram í síma 470-1484 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, símanúmer og netfang.

Til frekari upplýsinga hafið samband við Sigurlín Hrund Kjartansdóttur, yfirsálfræðing HSA, í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is