LOGO HSA nytt

Þjónusta geðlækna og sálfræðinga

Heimilislæknar sinna tilvísunum vegna sálfræði- og geðlæknisþjónustu og einnig getur fólk að sjálfsögðu leitað milliliðalaust til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna*.

Þrír sálfræðingar starfa hjá HSA; Gyða Dröfn Hjaltadóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir yfirsálfræðingur. Leitið nánari upplýsinga um sálfræðiþjónustu innan HSA á næstu heilsugæslustöð.

Til að styrkja geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi er starfrækt geðteymi þar sem að koma ýmsar fagstéttir innan HSA. 

 

*Sjálfstætt starfandi sálfræðingur sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Edda Vikar sálfræðingur, tímapantanir hjá heilsugæslu HSA í síma 470-3000 kl. 08:30-16:00.

*Sjálfstætt starfandi geðlæknir sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir á Akureyri hefur sinnt sjúklingum á Austurlandi skv. tilvísun. Leitið nánari upplýsinga hjá læknum HSA og heilsugæslu.

 

Aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda
ABG-verkefni HSA fjallar um aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda.

Hugræn atferlismeðferð
Meginmarkmið hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) er að þátttakendur læri og þjálfist í aðferðum til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál. Ekki er óalgengt að vandi komi upp hjá fólki þegar það stendur á tímamótum í lífinu, svo sem við veikindi, skilnað, atvinnumissi, ástvinamissi og jafnvel við fæðingu barns. Þá þjást sumir af kvíða og þunglyndi án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna.

Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð.  HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.

Geðhjálp

 

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is