LOGO HSA nytt

Áföll

Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;

  • að lífi eða limum hafi verið ógnað
  • hætta hafi steðjað að ættingjum eða vinum
  • einstaklingar hafi orðið vitni að ofbeldi, líkamsmeiðingum eða dauða

Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.

Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.

 

Þolendur kynferðisofbeldis

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is