LOGO HSA nytt

Heilsugæsla

lifstill1Hvert á að leita?

Opnunartímar heilsugæslustöðva HSA

Heilsugæsluþjónusta nær yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva, samkvæmt 4. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.

Heilbrigðisstofnun Austurlands leitast við að veita íbúum Austurlands aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku, þverfaglegu samstarfi.

Valkvætt er til hvaða heilsugæslu innan HSA fólk leitar.

Um bókanir á flýtivakt í Neskaupstað
hsaklaeddurmerki

Hjúkrunarfræðingar
Við heilsugæslustöðvar HSA starfa hjúkrunarfræðingar, sem sjá um mæðra- og ungbarnavernd, heilsugæslu í skólum, heimahjúkrun fyrir skjólstæðinga heilsugæslustöðvarinnar, almenna heilsuvernd og móttöku sjúkra og slasaðra.
Hjúkrunarfræðingar vinna í nánu sambandi við heilsugæslulækna stöðvanna. Þjónustu þeirra er hægt að nálgast með því að bóka viðtalstíma á heilsugæslustöðvum.

Læknar
Heilsugæslulæknar hafa opið fyrir almenna móttöku vegna bráðra og langvinnra veikinda, og vegna slysa, alla virka daga á þjónustutíma stöðvanna. Heilsugæslulæknar sinna ennfremur bráðatilfellum utan bókaðra tíma, m.a. á svonefndri flýtivakt. Þá veita þeir símaráðgjöf, gefa út vottorð vegna veikinda og slysa og fara í sérstökum tilfellum í vitjanir til sjúklinga. Þeir taka einnig þátt í ungbarna- og mæðravernd heilsugæslustöðvanna. 

Bókaður tími hjá lækni er venjulega 20 mínútur. Nauðsynlegt er að panta tíma nema um skyndileg veikindi eða slys sé að ræða.

Sjúkraþjálfari starfar nú við hlið lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni.

heilsugaesluskilti

 

 

 

 

 
Tímapantanir
Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. Nauðsynlegt er að láta móttökuritara vita þegar mætt er í pantaðan tíma.

Símatímar
Læknar eru með símatíma alla daga kl. 9 og 13. Panta skal símatíma og þá hringir læknirinn til þess sem á pantaðan tíma. Þessi þjónusta er fyrst og fremst til að svara stuttorðum fyrirspurnum, veita einfaldar ráðleggingar og gefa upplýsingar um niðurstöður rannsókna.

Vitjanir
Læknar sem og hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar fara í vitjanir til þeirra sem af heilsufarsástæðum geta ekki komið til viðtals á stofu. Oftast sinna læknar vitjunum eftir að skipulagðri stofumóttöku lýkur. Bráðatilvik hafa alltaf forgang.

Læknavakt
Vakthafandi læknar sinna bráðaþjónustu eftir kl. 16 virka daga og allar helgar (læknavakt). Sími 1700.

Þolendur kynferðisofbeldis
Upplýsingar

Heilsugæslustöðvar og heilsugæslusel:

Eftirfarandi þættir eru skilgreindir sem grunnþjónusta heilsugæslustöðva:

Fastir læknar HSA
laeknirmhlustpipu

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - info@hsa.is
Símanúmer: Umdæmissjúkrahús 4701450  -  heilsugæslustöðvar  -  fjármál/bókhald 4701400  -  rekstrarstjórar  -  skrifstofa forstjóra 4703050