LOGO HSA nytt

Ung- og smábarnavernd

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna ung- og smábarnavernd.
Hjúkrunarfræðingur hefur samband við fjölskylduna þegar fæðingartilkynning berst heilsugæslustöð en æskilegt er að foreldrar hafi samband strax við heimkomu barnsins og láti vita af sér.
Fyrstu vikur eftir heimkomu barnsins kemur ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur í vitjanir heim í samráði við foreldra til að fylgjast með þroska barns og líðan fjölskyldu.

Gagnlegar upplýsingar:
Embætti landlæknis: Meðganga og ungbörn
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins: Fræðsla
Heilsuvera.is: Fróðleikur um börn og uppeldi

Fastar skoðanir og bólusetningar
Í hverri skoðun er næsti tími gefinn. Innkallað er í 2 1/2 árs og 4 ára skoðanir – þá fá börn og foreldrar bréf með góðum fyrirvara þar sem tíma er úthlutað og gerð grein fyrir því hvað gert er í skoðuninni.

Fastar skoðanir og bólusetningar eru alls tíu talsins. Fyrsta skoðun er við 6 vikna aldur og lýkur með 5 ára skoðun og þroskamati. Boðið er upp á aukaskoðanir eftir þörfum.
Skoðanir eru í höndum hjúkrunarfræðinga og lækna stöðvarinnar. Auk þess kemur barnalæknir reglulega og er foreldrum nýbura boðinn tími hjá barnalækni hafi það ekki verið skoðað af barnalækni áður.
Fylgst er reglubundið með vexti og þroska barnsins og fá foreldrar ráðgjöf af ýmsu tagi t.d. varðandi brjóstagjöf, mataræði, tannhirðu, slysavarnir ofl.

Tímasetningar skoðana á Heilsugæslustöðinni:

 • 6 vikna skoðun: hjúkrunarfræðingur og læknir.
 • 3 mán. skoðun: hjúkrunarfræðingur og læknir.
 • Sprauta / kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib ,mænusótt
 • 5 mán. skoðun: hjúkrunarfræðingur
 • Sprauta / kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib ,mænusótt
 • 6 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur og læknir
 • Sprauta / Heilahimnubólga C.
 • 8 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur
 • Sprauta / Heilahimnubólga C.
 • 10 mán. skoðun: Hjúkrunarfræðingur og læknir
 • 12 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur.
 • Sprauta / kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib ,mænusótt
 • 18 mán. skoðun, hjúkfræðingur og læknir
 • Sprauta / rauðir hundar, mislingar,hettusótt .
 • 2 ½ árs. skoðun: þroskamat, hjúkfræðingur.
 • Mál-, fín- og grófhreyfiþroski. Sjónpróf og eyrnaþrýstingsmæling.
 • 4 ára skoðun: þroskamat, hjúkrunarfræðingur.
 • Fín- og grófhreyfiþroski, sjón-og heyrnarpróf.
 • Skoðun, læknir.
 • Sprauta / barnaveiki, stífkrampi og kíghósti.

Einungis er ein nálarstunga í hverri skoðun.

Panta má tíma í skoðun á heilsugæslustöð.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is