Logo hsa

Rannsóknir

Rannsóknarstofur HSA eru tvær, á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands/FSN í Neskaupstað og á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.
Á rannsóknarstofunum eru framkvæmdar allar helstu rannsóknir í blóðmeina- og meinaefnafræði, hormóna- og lyfjamælingar og allar algengustu ræktanir.
Rannsóknarþjónusta er alla virka daga.

Blóðtaka og móttaka sýna:
Neskaupstaður; kl. 08-12 alla virka daga.
Egilsstaðir; kl. 09-12 mánudaga og föstudaga, kl. 08-12 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Brýnt er fyrir fólki að kanna hvort það þurfi að vera fastandi fyrir viðkomandi rannsókn. 
Þvagsýni þurfa að berast fyrir kl. 10 og er morgunþvag ávallt best.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - info@hsa.is - símar og netföng skrifstofu / símar og netföng sjúkrahúss og heilsugæslu