LOGO HSA nytt

Röntgendeild

Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands er vel tækjum búin röntgendeild með hefðbundnum röntgentækjum sem helst eru notuð til greiningar á brotum, og fullkomið sneiðmyndatæki sem er notað til greiningar á fjölmörgum vandamálum.
Ekki er segulómtæki á sjúkrahúsinu og þarf því að vísa sjúklingum sem þurfa á segulómrannsókn að halda, t.d. á hrygg eða liðamótum, til Akureyrar eða Reykjavíkur.

Tæki til röntgenmyndatöku eru einnig á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is