LOGO HSA nytt

Handlækningadeild

Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands hefur verið starfrækt handlækningadeild frá upphafi. Þar eru gerðar bráðaaðgerðir við t.d. botnlangabólgu og keisaraskurðir. Þar eru einnig gerðar valaðgerðir sem krefjast ekki gjörgæslumeðferðar á eftir, eins og t.d. gallblöðrutökur, kviðslit og margt fleira.
Yfirlæknir handlækningadeildar er almennur skurðlæknir með meltingarfæraskurðlækningar sem undirsérgrein. Einnig vinna við deildina afleysingalæknar með ýmsar undirsérgreinar. Auk þess koma gestasérfræðingar reglulega í heimsókn; bæklunarlæknir, þvagfæralæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir og kvensjúkdómalæknir. Það er því boðið upp á fjölbreytta þjónustu.

Tengt handlækningadeildinni er speglanadeild. Yfirlæknir deildarinnar tekur að sér speglanir á meltingarfærum, þ.e. maga- og ristilspeglanir. Eftirspurn eftir ristilspeglunum hefur aukist mjög mikið á síðustu árum vegna vitundarvakningar um ristilkrabbamein. Með því að gera speglanir í forvarnaskini hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að finna forstig krabbameina og oftast fjarlægja í sömu spegluninni, eða finna krabbamein á frumstigi sem ekki er farið að valda einkennum og þannig auka verulega líkurnar á lækningu.

Yfirlæknir er Jón H. H. Sen, netfang; jon<hjá>hsa.is
Deildarstjóri er Hrönn Sigurðardóttir, netfang; hronns<hjá>hsa.is

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is