LOGO HSA nytt

Persónuverndarstefna HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur undanfarið unnið að því að aðlaga starfsemi að ákvæðum nýrrar persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (GDPR) sem tóku gildi í Evrópu þann 25.maí sl. Í kjölfarið tóku ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gildi á Íslandi þann 15. júlí 2018.

Með nýjum persónuverndarlögum er lögð áhersla á aukna ábyrgð fyrirtækja og stofnanna um vernd persónuupplýsinga og réttindi einstaklinga um aðgengi að eigin persónuupplýsingum hafa aukist. HSA hefur því undanfarna mánuði unnið að því að uppfæra verklags- og hátternisreglur sínar þannig að persónuverndarsjónarmið og persónuréttur sé hafður að leiðarljósi í daglegum störfum og við ákvörðunartöku vegna starfsmanna og sjúklinga HSA. Undirbúningsvinna hefur meðal annars falið í sér að útbúa persónuverndarstefnu HSA, vinnsluskrá, áhættumat ásamt öðrum öryggisráðstöfunum. Tilgangurinn er að leggja mat á öryggi hugbúnaðar, upplýsingakerfa HSA, öryggi í upplýsingaflæði og viðbörgð við öryggisbrotum. 

Skipaður hefur verið persónuverndafulltrúi HSA tímabundið sem er Sigríður Kristinsdóttir. Erindi er varðar persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Persónuverndarstefna HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - info@hsa.is
Símanúmer: Umdæmissjúkrahús 4701450  -  heilsugæslustöðvar  -  fjármál/bókhald 4701400  -  rekstrarstjórar  -  skrifstofa forstjóra 4703050