LOGO HSA nytt

legend2

Starfsstöðvar HSA eru vítt og breitt um fjórðunginn.  Hér til vinstri eru skýringar á táknunum á kortinu.  Smellið á kortið til að fá upplýsingar um opnunartíma og þjónustu á hverjum stað, en á tengil vinstra megin efst til að fá heildaryfirlit.

TILRAUNAVERKEFNI UM ÞJÓNUSTU SÉRGREINALÆKNA HJÁ HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) undirritaði hinn 11. apríl sl. tímamótasamninga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítala um þjónustu bæklunarlækna og þvagfæraskurðlækna á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands. Eru bundnar vonir við að á þennan hátt megi efla til muna sérfræðiþjónustu í heimabyggð til hagsmuna fyrir íbúa og jafnframt að geri megi á sama hátt samninga um frekari sérfræðiþjónustu á Austurlandi í framtíðinni.

Verði fyrirmynd víðar um landið

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt HSA 15 milljóna króna viðbótarframlag til að standa straum af samningunum í eitt ár.
Um er að ræða tilraunaverkefni og er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt á vef ráðuneytisins að lagt sé upp með að samningarnir geti orðið fyrirmynd að sambærilegum samningum um allt land til að jafna aðgengi landsmanna að margvíslegri þjónustu sérgreinalækna. Fáir sérgreinalæknar starfi utan höfuðborgarsvæðisins og hafa heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni reynt að mæta þörf fyrir þjónustu þeirra með verktakasamningum við einstaka lækna. Þetta fyrirkomulag hefur reynst stofnununum kostnaðarsamt og hvorki vel til þess fallið að tryggja þjónustu sérgreinalækna í samræmi við þjónustuþörf á viðkomandi svæði né mikilvæga samfellu í þjónustu við sjúklinga.  
Segir jafnframt að á vegum heilbrigðisráðuneytisins sé unnið að því að greina hvaða þjónustu er æskilegt að veita á heilbrigðisstofnunum um land allt og hvernig megi best tryggja aðgengi sjúklinga að þeirri þjónustu. Gert sé ráð fyrir að hlutverk Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri verði skilgreind þannig að það verði liður í þjónustu þeirra að sjá heilbrigðisstofnunum landsins fyrir þjónustu sérgreinalækna á grundvelli samvinnu og samninga.

20190411 150905

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá undirritun samnings: F.v. Bjarki Örvar Auðbergsson bæklunarskurðlæknir, Jónas Logi Franklín forstöðulæknir og Guðjón Hauksson forstjóri HSA.

20190411 150923

 

 

 

 

 

 

 

 

 Frá undirritun samnings: Guðjón Hauksson forstjóri HSA og Bjarni Smári Jónasson forstjóri SAk.

Upplýsingar vegna COVID-19

AUKA 500 pinnar Skimun v COVID 19ENSKA Skimun v COVID 19PLSKA Skimun v COVID 19

Bakvarðasveit HSA. Getur þú aðstoðað Heilbrigðisstofnun Austurlands?
 
Óskað er eftir starfsfólki á útkallslista. HSA hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveit HSA á Austurlandi. Fólki gefst kostur á að skrá sig í tímavinnu og jafnvel í fullt starf eða hlutastarf eftir því hvað hentar best.
Skráningarformið er aðgengilegt með því að SMELLA HÉR.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Vegna útbreiðlsu Covid-19 ganga aðgerðir stjórnvalda út á að reyna eftir fremsta megni að verja heilbrigðisþjónustuna þannig að hún sé í stakk búin til þess að takast á við útbreiðslu veirunnar. Einnig er allt kapp lagt á að verja þá sem viðkvæmastir eru fyrir mögulegum veikindum veirunnar. Með þessi tvö markmið í huga hefur HSA gert verulegar breytingar á skipulagi þjónustu stofnunarinnar. Sérstaklega er lögð áhersla á að verja Umdæmissjúkrahús okkar en það er m.a gert með lokun heilsugæslunnar í Neskaupstað.

Breytingar á þjónustu heilsugælsustöðvanna HSA: Almennt gildir að á undan komum á heilsugæslustöðvar HSA á símtal að fara fram milli þess heilbrigðisstarfsmanns sem hitta á og viðkomandi skjólstæðings.

Fjarðabyggð:

Heilsugæslan á Neskaupstað verður lokuð frá og með mánudeginum 23.03.2020.

Heilsugæslan á Eskifirði sinnir: almennri heilsugæsluþjónustu.

Heilsugæslan á Reyðarfirði sinnir: Bráðaþjónustu og nauðsynlegri samdægursþjónustu ásamt sýnatöku vegna Covid-19.

Heilsugæslan á Fáskrúðsfirði sinnir: forgangsraðaðri sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfunarþjónustu ásamt augnlæknaþjónustu til 25.03.

Heilsugæslan á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík sinnir: forgangsraðaðri móttöku læknis og hjúkrunarfræðings á áður tilgreindum opnunartímum. Bráðaþjónustu er sinnt af vaktlækni Fjarðabyggðar og Djúpavogs.

Djúpivogur:

Heilsugæslan á Djúpavogi sinnir: almennri heilsugæsluþjónustu. Bráðaþjónustu er sinnt af vaktlækni.

Egilsstaðir:

Heilsugæslan á Egilsstöðum sinnir: 

  • Almennri heilsugæsluþjónustu
  • Bráðaþjónustu og nauðsynlegri samdægursþjónustu ásamt sýnatöku vegna Covid-19.
  • Forgangsraðaðri sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfunarþjónustu

Heilsugæslan á Vopnafirði sinnir: almennri heilsugæsluþjónustu. Bráðaþjónustu er sinnt af vaktlækni. Einnig fer fram sýnataka vegna Covid-19

Heilsugæslan á Seyðisfirði sinnir: almennri heilsugæsluþjónustu. Bráðaþjónustu er sinnt af vaktlækni.

Hjúkrunarfræðingar HSA sinna símaráðgjöf vegna veikinda og forgangsraða inn á heilsugæslurnar.

Símar heilsugæslunnar verða opnir frá 8:15-15:45

Upplýsinga- og ráðgjafasími vegna Covid19 - er opinn frá 8:30-12:00 og 12:30-15:30 - sími 470-3066

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is