LOGO HSA nytt

Aldraðir

aldradir2

Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Austurlandi eru 6 talsins. Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Önnur hjúkrunarheimili fjórðungsins eru rekin beint af sveitarfélögum.

Heilsuvera.is - aldraðir/fróðleikur

Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland.

  • Starfsmaður nefndarinnar, Sigrún Ólafsdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu. Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir. Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur. Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Sími starfsmanns Færni- og heilsumatsnefndar er 470 3060 á dagvinnutíma og netfang sigrunola<hsa>.is

Upplýsingar velferðarráðuneytisins um hjúkrunar- og dvalarheimili og hlutverk Færni- og heilsumatsnefnda

Umsóknareyðublað um færni- og heilsumat

Umsóknareyðublað fyrir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili

Upplýsingarit um almannatryggingar fyrir eldri borgara

Önnur þjónusta við aldraða

aldradir1

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - sími 4701400 - info@hsa.is