Starfsfólk HSA aðstoðar á margvíslegan hátt þegar andlát ber að höndum.
Bæklingur HSA - Þegar andlát ber að höndum
Einnig má finna gagnlegar upplýsingar inn á heimasíðu Island.is
Neskaupstaður
Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað er í samstarfi við Útfararstofu kirkjugarðanna sem sér um að útvega líkkistur, líkklæði og sængur.
Starfsfólk sjúkradeildar/hjúkrunarheimilis sér um kistulagningu þ.e snyrtingu og allan annan undirbúning fyrir kistulagningu. Óski aðstandendur eftir sérlausnum er sjálfsagt að verða við því og mun starfsfólk sjúkradeildar/hjúkrunarheimilis leitast við að uppfylla óskir hins látna og aðstandenda.
Líkhús er á vegum HSA í kjallara Umdæmissjúkrahússins að Mýrargötu 22.
Kapella er við hlið líkhúss. Nota má kapelluna hvenær sem þess er óskað af aðstandendum og við þau tækifæri sem aðstandendur/sjúklingar telja sig þurfa.
Tengiliður: Deildarstjóri sjúkradeildar, sími 860-1920, netfang:
Egilsstaðir
Ættingjum er látinn í té bæklingur frá HSA þar sem fram koma helstu upplýsingar um næstu skref. Þessi bæklingur heitir Þegar andlát ber að höndum, útgefinn af HSA. Fólk er hvatt til að hafa samband ef eitthvað er óljóst og ef þörf krefur er því hjálpað við að stíga næstu skref, s.s. að hafa samband við prest, panta líkkistu, velja líkklæði og hvar og hvenær má sækja dánarvottorð.
Líkhús er á vegum HSA í kjallara Lagaráss 15, í endurhæfingarálmu.
Tengiliður: Deildarstjóri hjúkrunar á heilsugæslu, sími 470 3000, netfang
Vopnafjörður
Ef dánarorsök er óljós þegar andlát ber að höndum, er lögregla kölluð til og lík sent til krufningar. Dánarvottorð er útbúið af krufningalækni.
Liggi dánarorsök fyrir er lík flutt í líkhús og starfsfólk HSA sér um umbúnað líks og getur aðstoðað við kistulagningu. Dánarvottorð er útbúið af lækni HSA og þarf að vera tilbúið áður en útför fer fram.
Aðstandendur fá upplýsingar og ráðgjöf til að undirbúa útför s.s. hafa samband við prest og pöntun á líkkistu.
Þegar líkflutningur er fyrirhugaður í líkhús (eftir krufningu eða andlát í öðru bæjarfélagi) skal hafa samband við heilsugæslu og láta vita af væntanlegum líkflutningi, svo hægt sé að undirbúa kæli og líkhús fyrir komu ásamt því að gera vakthafandi lækni viðvart eigi flutningurinn sér stað utan opnunartíma heilsugæslu.
Aðstandendur sjá um líkflutning að líkhúsi. Sé flutningsaðili fenginn til að sjá um líkflutning að líkhúsi þurfa aðstandendur að útvega burðarmenn frá bíl og inn í líkhús.
Líkhús/kælir er á vegum HSA og er staðsett í bílgeymslu sem stendur á lóð heilsugæslunnar.
Aðstaða til kistulagningar er fyrir hendi (ljósakross á vegg, kerti og sálmabók á borði o.þ.h. - en ekki er eiginleg kapella).
Tengiliður: Vakthafandi læknir sér um að opna líkhús utan opnunartíma heilsugæslu – hægt er að fá samband við hann í síma 1700.
Aðrir staðir á Austurlandi
Vinsamlega hafið samband við næstu heilsugæslustöð og leitið upplýsinga.
Kostnaður
HSA sendir aðstandendum reikning vegna umbúnað hins látna í kistu, hafi starfsfólk stofnunarinnar annast það.