Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Austurlandi eru 6 talsins. Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hjúkrunarheimilin okkar með því að smella HÉR.
Heilsuvera.is - aldraðir/fróðleikur Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland. Starfsmaður nefndarinnar, Stefanía Stefánsdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu. Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir. Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur. Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Nánari upplýsingar fást á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.