Hjúkrunarheimili


Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifriði, Fáskrúðsfirði og hjúkrunardeild innan Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað.

Þau gildi sem HSA hefur að leiðarljósi við þjónustu og umönnun á hjúkrunarheimilum eru:
Virðing - Öryggi - Fagmennska

Bæklingur: Velkomin á hjúkrunarheimili HSA
Í þessum bæklingi má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þjónustu hjúkrunarheimila HSA sem hjálpa íbúum og aðstandendum þeirra að undirbúa flutning á nýtt heimili. Hægt er að nálgast bæklinginn HÉR.

Hjúkrunarstefna HSA er stýrandi fyrir þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar. Meðal þjónustuþátta sem viðmið eru sett um eru hjúkrun og umönnun, læknisþjónusta og lyf, endurhæfing, sálgæsla, dægrastytting, fæði, húsnæði, umhverfi og fjármál íbúa. 
Hægt er að lesa nánar um þessa þjónustuþætti hér: Stefna hjúkrunar á hjúkrunarheimilum HSA

Lífssagan
Þegar íbúi flytur á hjúkrunarheimili HSA biðjum við aðstandendur að fylla út með viðkomandi spurningalista sem við köllum lífssögu. Spurt er um ýmislegt sem hjálpar starfsfólki að kynnast þeim einstaklingi sem er að flytja á heimilið. Upplýsingarnar nýtast til að nálgast einstaklinginn í umönnun í samræmi við venjur hans og gildi, eiga innihaldsrík samskipti og til að styðja við að hann geti fengist við iðju sem er á áhugasviði hans. Starfsfólk getur veitt aðstoð eftir þörfum við útfyllingu blaðanna. Lífsöguform okkar er í grunninn fenginn frá Alzheimersamtökunum með lítilsháttar breytingum. Best er að fylla út í alla þætti lífsögunnar en auðvitað er frjáls að sleppa út einstökum atriðum. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.


Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstöðum

v/Blómvang
700 Egilsstaðir
Sími: 470 3040
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beinir símar:
Brekka: 470 3076
Ás: 470 3077
Hlíð: 470 3078
Fell: 470 3079

Hjúkrunarheimili Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað

Mýrargötu 20
740 Neskaupstaður
Sími: 470 1460
Sími íbúa: 470 1465

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð – Seyðisfirði

Suðurgötu 8
710 Seyðisfirði
Sími: 470 3060

Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – Eskifirði

Dalbraut 1
735 Eskifjörður
Sími: 476 1200

Hjúkrunarheimilið Uppsalir – Fáskrúðsfirði

Hlíðargötu 62
750 Fáskrúðsfjörður
Sími: 470 1410

Færni- og heilsumatsnefnd

Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland
Starfsmaður nefndarinnar, Stefanía Stefánsdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu.  Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili.  Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir.  Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur.  Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Sími starfsmanns Færni- og heilsumatsnefndar er 865-0026 á dagvinnutíma og netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gæðavísar

Til að meta gæði þjónustu og þarfir íbúa á hjúkrunarheimilum HSA er þrisvar sinnum yfir árið gert svokallað RAI-mat. Það stendur fyrir ,,Raunverulegur aðbúnaður íbúa" (Resident assessment instrument) og er yfirgripsmikið þverfaglegt tæki sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum. Þetta mælitæki metur 20 gæðavísa sem eru svo notaðir til að fylgjast með gæðum þjónustunnar á hjúkrunarheimilum. Hafa þarf í huga að gæðavísar eru vísbendingar um hvernig meðferð og umönnun er á hjúkrunarheimilum en ekki algildur sannleikur.

Gæðaviðmið fyrir einstaka gæðavísa hafa bæði efri og neðri gæðaviðmið. Lélegt gæðaviðmið (efri mörk) gefur til kynna að viðfangsefni þurfi að kanna frekar og leita leiða til umbóta. Gott gæðaviðmið (neðri mörk) er það viðmið sem talið er lýsa góðri eða framúrskarandi umönnun og meðferð. Af 20 gæðaviðmiðum fer HSA yfir efri gæðaviðmið í 3 gæðavísum á tímabilinu nóv 2022-feb 2023, sem er einum gæðavísi minna en tímabilið þar á undan. HSA er undir neðra gæðaviðmiði í 1 gæðavísi. Ef borið saman við landsmeðaltal er HSA undir landsmeðaltali í 4 gæðavísum, svipuð niðurstaða og landsmeðaltalið í 3 gæðavísum og yfir landsmeðaltali í 13 gæðavísum.

Hægt er að meta svokallaða hjúkrunarþyngd með RAI mælitækinu en hjúkrunarþyngd er notuð til að gefa til kynna hversu mikið álag er á hjúkrunarheimilum yfir ákveðið tímabil.

Hjúkrunarþyngd á hjúkrunarheimilum HSA mældist 1,03 fyrir tímabilið nóv 2022-feb 2023 eða eins og síðasta tímabil. Þetta er töluvert undir landsmeðaltali þar sem hjúkrunarþyngd er 1,22. Einungis mælast 5 skjólstæðingar HSA með hjúkrunarþyngd yfir landsmeðaltali, þeir sem skora hæst eru með 1,63. Lægsta skor er 0,8.

Gæðavísar og þyngdarstuðull hjúkrunarheimila HSA út frá niðurstöðum síðustu 4 RAI-mats tímabila.

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.