Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands er starfrækt:
Heimsóknartími er frá kl.15-20
Umdæmissjúkrahúsið er reyklaust og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innanhúss og á lóð. Hvers kyns tóbaksnotkun, sem og notkun rafretta, er óheimil innan húsakynna og lóðamarka sjúkrahússins, sem og hvarvetna innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Á FSN hefur verið starfrækt handlækningadeild frá upphafi. Hér eru gerðar allar helstu aðgerðir sem flokkast undir almennar skurðlækningar s.s. gallblöðrutökur með kviðsjá, kviðslitsaðgerðir bæði opnar og með kviðsjá og botnlangatökur. Auk þess minniháttar aðgerðir eins og fjarlæging á húðbreytingum og góðkynja æxlum undir húð. Hér eru einnig gerðar maga- og ristilspeglanir, bæði vegna sjúkdóma og í forvarnarskyni. Skurðlæknir er alltaf á vakt.
Sjúkrahúsið er heimsótt reglulega af öðrum sérfræðingum sem framkvæma aðgerðir í sinni sérgrein. Þetta eru kvensjúkdómalæknir, þvagfæraskurðlæknir og háls- nef- og eyrnalæknir. Bæklunarlæknir kemur einnig reglulega og er með móttöku, en ekki aðgerðir.
Yfirlæknir deildarinnar er Jón H. H. Sen,
Deildarstjóri er Hrönn Sigurðardóttir,
Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands eru stundaðar almennar lyflækningar. Um þessar mundir er aðeins einn fastráðinn sérfræðingur í hlutastarfi við deildina, en nokkrir lyflæknar eru lausráðnir og staðan að mestu leyti mönnuð. Þeir lyflæknar sem manna stöðuna eru með undirgreinar í blóðmeinafræði, lungnalækningum, nýrnalækningum og taugalækningum. Einnig kemur reglulega sérfræðingur í hjartalækningum á sjúkrahúsið.
Hjá HSA starfa sjö ljósmæður sem sinna mæðravernd, fræðslu, nálastungum, fæðingum, sængurlegu og heimaþjónustu á Austurlandi.
Við byrjun meðgöngu er hægt að fá símatíma við ljósmóður sem fer yfir atriði svo sem mataræði á meðgöngu og fósturskimanir. Ljósmóðir getur vísað konum sem þurfa sónar áfram.
Pregnancy and birth
Pöntun tíma/símatíma í mæðravernd
Sónarskoðanir
Sónarskoðanir eru framkvæmdar í Neskaupstað, á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Athugið að beiðni þarf frá heimilislækni eða ljósmóður til að fara í sónarskoðanir.
Fæðingardeild - ljósmæður
Fæðingardeild HSA er á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þar starfa að jafnaði fjórar ljósmæður sem sinna innlögnum vegna vandamála á meðgöngu, fæðingahjálp, sængurlegu og aðstoð við brjóstagjafavandamál s.s. stíflur, sýkingar o.fl.
Þurfir þú nauðsynlega að komast í samband við ljósmóður skaltu á dagvinnutíma hafa samband við 470-1450 og óska eftir símtali. Ef um bráð veikindi tengd meðgöngu er að ræða skaltu hafa samband við vaktsíma ljósmæðra 860-6841.
Ef upp koma vandamál í barneignarferlinu er haft samráð og samstarf við fæðingarlækna á Sjúkrahúsi Akureyrar, áhættumæðravernd Landspítala og barnalækna vökudeildar Landspítala. Öryggi móður og barns er ávallt í fyrirrúmi.
Frá ljósmæðrum
Við bjóðum allar hraustar konur sem eiga að baki eðlilega meðgöngu velkomnar til fæðingar hjá okkur. Við bjóðum upp á fjölbreyttar meðferðir til verkjastillingar í fæðingu, s.s. bað, nálastungur, glaðloft og mænurótardeyfingu. Ef vandamál koma upp í fæðingu er hægt að ljúka fæðingunni með sogklukku eða keisaraskurði.
Við bjóðum fólk velkomið í heimsókn til að skoða fæðingadeildina og kynna sér aðstöðuna þar. Í byrjun árs 2017 var deildin endurnýjuð og bað hefur verið tekið í notkun á nýrri fæðingastofu. Á deildinni eru tvær sængurlegustofur og er lögð áhersla á að fjölskyldan sé á einbýli. Önnur stofan hefur verið endurnýjuð og er hún búin hjónarúmi en hin er með rafmagnsrúm fyrir mæður sem þurfa á því að halda, svo sem eftir keisaraskurð. Í sængurlegunni er lögð áhersla á sólarhringssamveru barnsins við báða foreldra og því er mökum boðið að gista gegn vægu gjaldi ef húsrúm leyfir.
Ljósmæður deildarinnar leggja áherslu á að hlúa að fjölskyldunni í öllu barneignarferlinu sem næst heimabyggð, frá fyrstu vikum meðgöngunnar þar til fæðing er yfirstaðin.
Heimsóknartímar eru fyrst og fremst í samráði við hina nýbökuðu foreldra. Mikilvægt er að fjölskyldan fái næði með nýjum einstaklingi og einnig til að hvíla sig.
Ef fjölskyldan þarf að ferðast um lengri veg og jafnvel bíða fæðingar í Neskaupstað, er reynt eftir megni að aðstoða fólk við að finna íbúð gegn vægu gjaldi.
Gagnlegar upplýsingar
Embætti landlæknis: Meðganga og ungbörn
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins: Fræðsla
Heilsuvera.is: Meðganga og fæðing
Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun þarf að fá hjá lækni.
Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
- Sjúkraþjálfun
- Iðjuþjálfun
- Færniþjálfun
- Verkjameðferð
- Þol/þrekþjálfun
- Ráðgjöf
- Þjálfun í sundlaug
- Fræðsla
Sérstakir lífsstílshópar hafa verið starfræktir innan vébanda Endurhæfingardeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Þar á meðal eru sérstakir hópar í endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga og þeirra sem kljást við ofþyngd.
Rannsóknarstofur HSA eru tvær, á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað og á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.
Á rannsóknarstofunum eru framkvæmdar allar helstu rannsóknir í blóðmeina- og meinaefnafræði, hormóna- og lyfjamælingar og allar algengustu ræktanir.
Rannsóknarþjónusta er alla virka daga.
Blóðtaka og móttaka sýna:
Neskaupstaður; kl. 08:00 – 12:00 alla virka daga.
Egilsstaðir; kl. 09:00 – 12:00 mánudaga og föstudaga, kl. 08:00 – 12:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Brýnt er fyrir fólki að kanna hvort það þurfi að vera fastandi fyrir viðkomandi rannsókn.
Þvagsýni þurfa að berast fyrir kl. 10 og er morgunþvag ávallt best.
Tækjabúnaður til röntgenmyndatöku eru á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands og á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.
Rannsóknarstofur HSA
Myndgreining
Önnur þjónusta
Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands er vel tækjum búin röntgendeild með hefðbundnum röntgentækjum sem helst eru notuð til greiningar á brotum, og fullkomið sneiðmyndatæki sem er notað til greiningar á fjölmörgum vandamálum.
Ekki er segulómtæki á sjúkrahúsinu og þarf því að vísa sjúklingum sem þurfa á segulómrannsókn að halda, t.d. á hrygg eða liðamótum, til Akureyrar eða Reykjavíkur.
Tæki til röntgenmyndatöku eru einnig á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) spannar gríðarstórt landsvæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, alls um 16.200 ferkílómetra svæði. Heilbrigðisþjónusta í 11 þéttbýliskjörnum með á fjórða hundrað starfsmönnum kallar á öflugar stoðdeildir. Þar er átt við eldhús, ræstingar, þvottahús, eignaumsýslu, tækniþjónustu, innkaup ofl.