23. febrúar 2023

Stuðningshópur fyrir foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu

Sérhverri þungun fylgja vonir og draumar, tilhlökkun og eftirvænting. Langoftast vakna þessar vonir og þessir draumar á þeirri stundu sem þungunin er orðin að veruleika. Þegar barn deyr bresta um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar. Eftir sitja foreldrar og aðrir aðstandendur með sorg og söknuð. Fagaðilar, fjölskylda og vinir eru mikill stuðningur en að deila reynslu með þeim sem þekkja þessar aðstæður hefur reynst mörgum mikil hjálp.

Stuðningshópur fyrir foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu í Kirkjuselinu, Smiðjuseli 2, Fellabæ.
Hópurinn byrjar þriðjudaginn 7. mars og verður fjóra þriðjudaga í mars kl 17.30 -19.00.
Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða hópinn.

Frekari upplýsingar og skráning á netfangið;
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., síma 8971170 eða
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., síma 6984958

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.