Niðurstöður hafa verið birtar úr árlegri könnun um stofnun ársins og hækkar Heilbirgðisstofnun Austurlands úr 3.90 stigum í 4.021 stig. Stofnunin hefur undanfarin ár verið í öðru til þriðja sæti miðað við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu en er nú í fyrsta sæti, í flokknum stærri stofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri er HSA í 13. sæti.
Heilbrigðisstofnun Austurlands fagnar þessum niðurstöðum en stofnunin býr yfir miklum mannauð og margt af starfsfólkinu með áratuga starfsreynslu. Það er ánægjulegt að starfsánægja mælist há og samheldni og samvinna í starfsmannhópnum er almennt mikil.
Þrátt fyrir hækkun milli ára er ýmislegt sem þarf að halda áfram að bæta og verða niðurstöður rýndar og nýttar til að halda áfram að gera enn betur.