Öldrunarþjónusta
https://www.hsa.is/index.php/gedhvernd-og-afoell
*læt hyperlinka fylgja með. Látið mig vita ef það er bras við að opna þá.
Geðvernd og áföll
Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður vegna vanlíðunar, geðraskana og sálfélagslegra vandkvæða. Þaðan er fólki beint áfram til sérfræðinga.
Spurning hvort hægt væri að koma þessu í svona hliðarstiku til að velja flokk: Áföll, þjónusta geðlækna og sálfræðinga, þolendur kynferðisofbeldis.
Áföll
Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;
- að lífi eða limum hafi verið ógnað
- hætta hafi steðjað að ættingjum eða vinum
- einstaklingar hafi orðið vitni að ofbeldi, líkamsmeiðingum eða dauða
Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.
Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.
Þjónusta geðlækna og sálfræðinga
Heimilislæknar sinna tilvísunum vegna sálfræði- og geðlæknisþjónustu og einnig getur fólk að sjálfsögðu leitað milliliðalaust til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna*.
Þrír sálfræðingar starfa hjá HSA; Gyða Dröfn Hjaltadóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir yfirsálfræðingur. Leitið nánari upplýsinga um sálfræðiþjónustu innan HSA á næstu heilsugæslustöð.
Til að styrkja geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi er starfrækt geðteymi þar sem að koma ýmsar fagstéttir innan HSA.
*Sjálfstætt starfandi sálfræðingur sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Edda Vikar sálfræðingur, tímapantanir hjá heilsugæslu HSA í síma 470-3000 kl. 08:30-16:00.
*Sjálfstætt starfandi geðlæknir sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir á Akureyri hefur sinnt sjúklingum á Austurlandi skv. tilvísun. Leitið nánari upplýsinga hjá læknum HSA og heilsugæslu.
Aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda
ABG-verkefni HSA fjallar um aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda.
Hugræn atferlismeðferð
Meginmarkmið hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) er að þátttakendur læri og þjálfist í aðferðum til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál. Ekki er óalgengt að vandi komi upp hjá fólki þegar það stendur á tímamótum í lífinu, svo sem við veikindi, skilnað, atvinnumissi, ástvinamissi og jafnvel við fæðingu barns. Þá þjást sumir af kvíða og þunglyndi án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna.
Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð. HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.
Geðhjálp
Þolendur kynferðisofbeldis
Hafið samband við neyðarlínuna í síma 112 eða við hjúkrunarfræðing í síma 1700 sem ráðleggur um næstu skref
Móttaka þolenda kynferðisofbeldis
Tekið er á móti þolendum kynferðisofbeldis á heilsugæslustöðvum og á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þolendum í Fjarðabyggð er í flestum tilfellum vísað á Umdæmissjúkrahúsið.
Hverjir sinna þolendum kynferðisofbeldis innan HSA?
Læknar og oftast ljósmæður sem hafa fengið leiðbeiningar um móttöku þolenda kynferðisofbeldis.
Kostnaður
Þeir sem eru undir 18 ára fá þjónustu sér að kostnaðarlausu, aðrir greiða komugjald.
Er þjónusta við þolendur veitt allan sólarhringinn?
Já.
Hvernig læknisskoðun hlýtur viðkomandi? Er það réttarlæknisfræðileg skoðun og eru sakargögn varðveitt? Og þá hversu lengi?
Allir þeir sem leita til HSA vegna þessa fá þjónustu eftir leiðbeiningum frá Neyðarmóttöku Landspítala og lögreglu þar um. Lögregla geymir gögn málsins. Skráð er lögbundin sjúkraskrá viðkomandi sem geymd er í gagnagrunni Embættis landlæknis (SAGA).
Er boðið upp á lögræðilega ráðgjöf?
Lögregla hefur séð um að útvega lögfræðing.
Sálfræðiaðstoð
Leita má eftir tilvísun heimilslæknis til sálfræðinga HSA og/eða sálfræðinga sem starfa í Reykjavík en koma reglulega með þjónustu á Austurland.
Er þolanda vísað eða gefinn kostur á að leita sér aðstoðar hjá neyðarmóttöku Landspítala?
Þolendum er gefinn kostur á því að leita til neyðarmóttöku bæði á Akureyri og í Reykjavík ef þeir óska eftir því. Stígamót koma á Austurland x2 í mánuði og veita þjónustu, en hún er óháð starfsemi HSA.
Hvernig er þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis háttað á mismunandi starfsstöðvum stofnunarinnar?
Í grunninn er þjónustan eins en aðeins er þó munur á þjónustustigi eftir svæðum vegna mismunandi samsetningar starfsmannahópsins. Sérfræðiþjónusta HSA er að mestu veitt í Neskaupstað og minni heilsugæslustöðvar beina skjólstæðingum gjarnan þangað. Annars eru á öllum heilsugæslustöðvum leiðbeiningar og áhöld vegna þessara mála til staðar sem starfsmenn nýta og fara eftir.