COVID-19


Sýnatökutímar COVID-19

Hafa samband við heilsugæslustöðvar og bóka tíma í

hraðpróf vegna Covid-19.

Boðið verður upp á sýnatökur á Reyðarfirði, Egilsstöðum, Djúpavogi og Vopnafirði.

Ekki er þörf á því að vera með tilbúið strikamerki heldur er viðkomandi skráður í sýnatökuna á staðnum.

 

SCREENING/TESTING FOR COVID-19 

Contact the local clinic to book an appointment for rapid testing due to Covid-19.

Sampling will be offered in Reyðarfjörður, Egilsstaðir, Djúpavogur and Vopnafjörður.

It is not necessary to have a barcode ready but you will be registered for the sampling when you arrive.

Bólusetningar fyrir Covid-19

Bólusett er gegn Covid-19 eftir þörfum, vinsamlegast sendið tölvupóst á á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar. 

Vaccinations for Covid-19

Vaccination against Covid-19 is required as needed, please send an e-mail to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. for further information.

Lesa meira:COVID-19

  • Hits: 12549

Gagnagátt

Gagnagátt


Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum ör­ugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem inni­halda per­sónu­upp­lýs­ingar eins og lækna­bréf, vottorð, um­sóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma.

Gögnin fara til starfs­fólks okkar sem sér um mót­töku skjala og kemur þeim til þeirra sem hafa með málið að gera. Starfs­fólk HSA, sem með upp­lýs­ing­arnar fer, er bundið trúnaði og ævar­andi þagn­ar­skyldu um allt það sem upp­lýs­ing­arnar hafa að geyma. 


Senda skjöl

Lesa meira:Gagnagátt

  • Hits: 6334

JÁKVÆÐ HEILSA

Jákvæð heilsa & Heilsuhjólið


  • UM JÁKVÆÐA HEILSU

    Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) varð fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana til að innleiða hollenska hugmyndafræði um jákvæða heilsu. Skrifað hefur verið undir samninga þess efnis milli HSA, þriggja austfirskra sveitarfélaga og Institute for Positive Health.

    Institute for Positive Health í Hollandi hefur undanfarin ár þróað hugmyndafræðina um jákvæða heilsu sem HSA hefur tekið upp í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstað. Með hugmyndafræðinni er að vissu leyti snúið við ríkjandi hugsun í heilbrigðisþjónustu sem einblínir oft á skyndilausnir við óþægindum og einstaklingurinn skilgreindur sem sjúklingur.

    Í staðinn er horft á einstaklinginn sjálfan og almenna líðan hans út frá sex meginstoðum: Andlegri heilsu, tilgangi í lífinu, daglegri virkni, félagslegri þátttöku lífsgæðum og líkamlegri getu. Út frá þessu mati er einstaklingum vísað á viðeigandi úrræði, sem oft eru hvorki frekari læknismeðferð né lyfjagjöf. Greinargóð umfjöllun um hugtakið Jákvæða heilsu er hægt að nálgast á vefsíðu www.velvirk.is. 

    Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, segir bæði ógnvekjandi og spennandi að vera fyrst íslenskra stofnana til að taka upp hugmyndafræði jákvæðrar heilsu en vonar að innleiðingin gangi vel þannig að HSA verði fyrirmynd annarra heilbrigðisstofnana. Á haustmánuðum 2020 hélt Institute for Positive Health fræðslu fyrir starfsmenn HSA þar sem m.a. var fjallað um hvernig HSA getur tileinkað sér aðferðafræðina í daglegu starfi stofnunarinnar.

    allirMynd frá undirritun samningsins

  • HEILSUHJÓLIÐ - HIN SEX SVIÐ HEILSU

    Með því að fylla út í heilsuhjólið má fá nokkuð góða innsýn í það hvort líf okkar sé í góðu jafnvægi og hvort þörf sé á að vinna með eitthver svið. Hjólið er fyllt út á þann hátt að merkt er við á vefnum hvar við erum stödd fyrir hvert svið. Ef við værum í fullu jafnvægi með öll sviðin værum við að merkja alls staðar við ysta hringinn en það gerist hjá fæstum. Þegar búið er að merkja á hjólið stöðu okkar hvað varðar öll sviðin getum við skoðað hvaða svið okkur finnst við þurfa helst að vinna með og þá er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum ekki endilega að vinna með það svið sem skora lægst heldur frekar það sem okkur finnst mest þörf á að bæta.


    Smellið á myndina fyrir betri upplausn. 
    Heilsuhjl 2020 page 0001

Lesa meira:JÁKVÆÐ HEILSA

  • Hits: 8169

Lyfjaendurnýjun HSA

Lyfjaendurnýjun


Hægt er að endurnýja flest lyf með rafrænum skilríkjum gegnum vefsíðuna www.heilsuvera.is 
Þau lyf sem ekki er hægt að endurnýja með þeim hætti eru sterk verkjalyf, róandi lyf, eftirritunarskyld lyf, svefnlyf, sýkla-, sveppa- og veirulyf.

Lyfjaendurnýjanir eru auk þess afgreiddar í síma 470-3020 alla virka daga frá kl. 09:00 – 10:30.

Þurfi símtal við lækni vegna endurnýjunar lyfja er símatími bókaður í sama númeri.

Þurfi að endurnýja lyf sem eru í skömmtun hjá Lyfjaveri eða Lyfjalausnum þarf að skila skömmtunarkorti á næstu heilsugæslustöð.

Lesa meira:Lyfjaendurnýjun HSA

  • Hits: 18097

Sjálfshjálp


Heilsuvera
Er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifa þætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.  
Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis.

Hér koma nokkrar gagnlegar upplýsingar:

Rauði krossinn
Hjálparsími Rauða krossins er 1717 og er alltaf opinn. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. 

Netspjall Hjálparsímans, einnig er hægt að skrá sig inn á Netspjallið. Fullum trúnaði er heitið og nafnleynd. 

Gagnlegar upplýsingar: 

Lesa meira:Sjálfshjálp

  • Hits: 319707

Rannsóknir


Rannsóknarstofur HSA eru tvær, á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað og á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.

Á rannsóknarstofunum eru framkvæmdar allar helstu rannsóknir í blóðmeina- og meinaefnafræði, hormóna- og lyfjamælingar og allar algengustu ræktanir.
Rannsóknarþjónusta er alla virka daga.

Blóðtaka og móttaka sýna:
Neskaupstaður; kl. 08-12 alla virka daga.
Egilsstaðir; kl. 08-11 alla virka daga. 

Brýnt er fyrir fólki að kanna hvort það þurfi að vera fastandi fyrir viðkomandi rannsókn. 
Þvagsýni þurfa að berast fyrir kl. 10 og er morgunþvag ávallt best.

Tækjabúnaður til röntgenmyndatöku eru á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands og á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.

 

Lesa meira:Rannsóknir

  • Hits: 8126

Skólaheilsugæsla


Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. 

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. 

Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Heilsuvera.is: Börn og uppeldi

  • DJÚPIVOGUR

    Viðvera fimmtudaga frá 8:30-13:30
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Eygló Valdimarsdóttir
    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • FJARÐABYGGÐ

    Eskifjörður
    Viðvera á þriðjudögum
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    Sími: 470 1430

    Fáskrúðsfjörður
    Viðvera á a mánudögum og miðvikudögum 8.30-13.00
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Kristrún Selma Ö. Michelsen
    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Neskaupstaður
    Viðvera á mánudögum og fimmtudögum
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Hrönn Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Reyðarfjörður
    Viðvera á miðvikudögum og fimmtudögum.
    Skólahjúkrunarfræðingar:
    Valgerður Anna Vilhelmsdóttir
    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    Vala Ormarsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður
    Viðvera einn til tvo þriðjudaga í mánuði 
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Eyrún María Elísdóttir 
    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • FLJÓTSDALSHÉRAÐ

    Egilsstaðaskóli
    Viðvera mánudaga - fimmtudaga
    Skólahjúkrunarfræðingar:
    Björg Eyþórsdóttir bjorg.eyþThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    Guðbjörg Aðalsteinsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Fellaskóli
    Viðvera þriðjudaga
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Björg Eyþórsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Brúarásskóli
    Viðvera fimmtudag einu sinni í mánuði og oftar eftir þörfum.Skólahjúkrunarfræðingur:
    Björg Eyþórsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • SEYÐISFJÖRÐUR

    Viðvera á miðvikudögum fyrir hádegi frá 8 - 13
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Lukka S. Gissurardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • VOPNAFJÖRÐUR

    Viðvera á þriðjudögum.
    Skólahjúkrunarfræðingur:
    Steinunn B. Aðalsteinsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    Sími: 470 3257

Lesa meira:Skólaheilsugæsla

  • Hits: 5164

Ungbarnavernd


Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna ung- og smábarnavernd.
Hjúkrunarfræðingur hefur samband við fjölskylduna þegar fæðingartilkynning berst heilsugæslustöð en æskilegt er að foreldrar hafi samband strax við heimkomu barnsins og láti vita af sér.
Fyrstu vikur eftir heimkomu barnsins kemur ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur í vitjanir heim í samráði við foreldra til að fylgjast með þroska barns og líðan fjölskyldu.

Gagnlegar upplýsingar:
Embætti landlæknis: Meðganga og ungbörn
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsuvera.is: Fróðleikur um börn og uppeldi

Fastar skoðanir og bólusetningar
Í hverri skoðun er næsti tími gefinn. Innkallað er í 2 1/2 árs og 4 ára skoðanir – þá fá börn og foreldrar bréf með góðum fyrirvara þar sem tíma er úthlutað og gerð grein fyrir því hvað gert er í skoðuninni.

Fastar skoðanir og bólusetningar eru alls tíu talsins. Fyrsta skoðun er við 6 vikna aldur og lýkur með 4 ára skoðun og þroskamati. Boðið er upp á aukaskoðanir eftir þörfum.
Skoðanir eru í höndum hjúkrunarfræðinga og lækna stöðvarinnar. Auk þess kemur barnalæknir reglulega og er foreldrum nýbura boðinn tími hjá barnalækni hafi það ekki verið skoðað af barnalækni áður.
Fylgst er reglubundið með vexti og þroska barnsins og fá foreldrar ráðgjöf af ýmsu tagi t.d. varðandi brjóstagjöf, mataræði, tannhirðu, slysavarnir ofl.

Tímasetningar skoðana á Heilsugæslustöðinni:

  • 6 vikna skoðun, hjúkrunarfræðingur og læknir. 
  • 3 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur og læknir.
    Sprauta: Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib, mænusótt og pneumókokkar.
  • 5 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur.
    Sprauta: Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib, mænusótt og pneumókokkar.
  • 6 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur.
    Sprauta: Heilahimnubólga C.
  • 8 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur.
    Sprauta: Heilahimnubólga C.
  • 10 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur og læknir.
  • 12 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur.
    Sprauta: Kíghósti, barnaveiki, stífkrampi, hib, mænusótt, pneumókokkar og hlaupabóla.
  • 18 mán. skoðun, hjúkrunarfræðingur og læknir.
    Sprauta: Rauðir hundar, mislingar, hettusótt  og hlaupabóla.
  • 2 ½ árs. skoðun: Þroskamat, hjúkfræðingur. Mál-, fín- og grófhreyfiþroski. Sjónpróf og eyrnaþrýstingsmæling.
  • 4 ára skoðun: Þroskamat, hjúkrunarfræðingur. Fín- og grófhreyfiþroski, sjón-og heyrnarpróf. Skoðun, læknir. Sprauta / barnaveiki, stífkrampi og kíghósti.

Panta má tíma í skoðun á heilsugæslustöð.

 

Lesa meira:Ungbarnavernd

  • Hits: 6237

Meðganga & fæðing


Meðganga og fæðing
Hjá HSA starfa sjö ljósmæður sem sinna mæðravernd, fræðslu, nálastungum, fæðingum, sængurlegu og heimaþjónustu á Austurlandi.
Við byrjun meðgöngu er hægt að fá símatíma við ljósmóður sem fer yfir atriði svo sem mataræði á meðgöngu og fósturskimanir. Ljósmóðir getur vísað konum sem þurfa sónar áfram.

Upplýsingar á ensku/information in English: Pregnancy and birth

Pöntun tíma/símatíma í mæðravernd - sjá starfsstöðvar.

Sónarskoðanir
Sónarskoðanir eru framkvæmdar í Neskaupstað og á Egilsstöðum
Athugið að beiðni þarf frá heimilislækni eða ljósmóður til að fara í sónarskoðanir.

Fæðingardeild - ljósmæður
Fæðingardeild HSA er á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þar starfa að jafnaði fjórar ljósmæður sem sinna innlögnum vegna vandamála á meðgöngu, fæðingahjálp, sængurlegu og aðstoð við brjóstagjafavandamál s.s. stíflur, sýkingar o.fl.

Þurfir þú nauðsynlega að komast í samband við ljósmóður skaltu á dagvinnutíma hafa samband við 470-1450 og óska eftir símtali. Ef um bráð veikindi tengd meðgöngu er að ræða skaltu hafa samband við vaktsíma ljósmæðra 860-6841.

Ef upp koma vandamál í barneignarferlinu er haft samráð og samstarf við fæðingarlækna á Sjúkrahúsi Akureyrar, áhættumæðravernd Landspítala og barnalækna vökudeildar Landspítala. Öryggi móður og barns er ávallt í fyrirrúmi.

Frá ljósmæðrum
Við bjóðum allar hraustar konur sem eiga að baki eðlilega meðgöngu velkomnar til fæðingar hjá okkur. Við bjóðum upp á fjölbreyttar meðferðir til verkjastillingar í fæðingu, s.s. bað, nálastungur, glaðloft og mænurótardeyfingu. Ef vandamál koma upp í fæðingu er hægt að ljúka fæðingunni með sogklukku eða keisaraskurði.

Við bjóðum fólk velkomið í heimsókn til að skoða fæðingadeildina og kynna sér aðstöðuna þar. Í byrjun árs 2017 var deildin endurnýjuð og bað hefur verið tekið í notkun á nýrri fæðingastofu. Á deildinni eru tvær sængurlegustofur og er lögð áhersla á að fjölskyldan sé á einbýli. Önnur stofan hefur verið endurnýjuð og er hún búin hjónarúmi en hin er með rafmagnsrúm fyrir mæður sem þurfa á því að halda, svo sem eftir keisaraskurð. Í sængurlegunni er lögð áhersla á sólarhringssamveru barnsins við báða foreldra og því er mökum boðið að gista gegn vægu gjaldi ef húsrúm leyfir.

Ljósmæður deildarinnar leggja áherslu á að hlúa að fjölskyldunni í öllu barneignarferlinu sem næst heimabyggð, frá fyrstu vikum meðgöngunnar þar til fæðing er yfirstaðin.
Heimsóknartímar eru fyrst og fremst í samráði við hina nýbökuðu foreldra. Mikilvægt er að fjölskyldan fái næði með nýjum einstaklingi og einnig til að hvíla sig.
Ef fjölskyldan þarf að ferðast um lengri veg og jafnvel bíða fæðingar í Neskaupstað, er reynt eftir megni að aðstoða fólk við að finna íbúð gegn vægu gjaldi.

Gagnlegar upplýsingar
Embætti landlæknis: Meðganga og ungbörn
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins: Fræðsla
Heilsuvera.is: Meðganga og fæðing

 

Lesa meira:Meðganga & fæðing

  • Hits: 9125

Geðheilbrigði


  • Sálfræðiþjónusta - fullorðnir

    Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.

    Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan HSA.

    Tilvísanir utan HSA  koma frá sérfræðingum á öðrum stofnunum, Félagsþjónustu og Barnavernd svo dæmi sé tekið.

    Sálfræðingaþjónusta fyrir fullorðna:
    Þjónusta sálfræðinga felur í sér mat á vanda, meðferðaráætlun og sálfræðimeðferð, bæði einstaklings- og hópmeðferð.  Þjónustan á einnig við um konur í mæðravernd- og foreldra með börn í ungbarnaeftirliti.

    Áhersla er lögð á meðferð við þunglyndi, kvíða og áföllum þar sem vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur.

    Ef vandi reynist alvarlegur í matsviðtali þá er vísað áfram í viðeigandi meðferð utan heilsugæslu eða inn í Geðheilsuteymi HSA.

    Heilsugæslan býður reglulega upp á HAM meðferð sem fer fram í hóp einu sinni í viku, tvo tíma í senn, í alls sex skipti. Meðferðin fer fram á Egilstöðum og á Eskifirði á dagvinnutíma. Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri og er öllum opin. Fyrir nánari upplýsingar um Ham meðferðina og næstu hópa er hægt að hafa samband við yfirsálfræðing í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

    Meðferðin felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. Sálfræðingar stjórna meðferðinni með þátttöku annarra fagstétta innan Geðheilsuteymis HSA.

    Kostnaður: Einstaklingsviðtöl hjá sálfræðingi kosta 500 kr. sem er hefðbundið komugjald. Kostnaður vegna HAM hópmeðferðar er 3.000 kr. Hægt er fá kvittun fyrir gjaldinu og nýta sér styrk frá stéttarfélagi upp í kostnaðinn.

  • Sálfræðiþjónusta barna og unglinga

    Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum HSA sinna meðferð barna, ungmenna og fullorðinna. Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum innan heilsugæslu og í samvinnu við skóla og félagsþjónustu.

    Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður vísa til sálfræðinga innan HSA. 

    Sálfræðingur á heilsugæslustöð veitir börnum meðferð vegna hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf. Þjónustan er gjaldfrjáls.

    Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga innan HSA. Meðferð barna og unglinga frá 12 til 18 ára við vægum til miðlungs alvarlegum tilfinninga- og hegðunarvanda. Almennt er miðað við 4-6 viðtöl.

    Fyrir börn yngri en 12 ára er eingöngu um ráðgjafarþjónustu við foreldra eða foreldrameðferð út af tilfinningavanda barna þeirra að ræða. Almennt er miðað við 1-3  viðtöl til að meta vandann og kortleggja. Barnið er eftir atvikum með í einu af þessum viðtölum. Að matsvinnu lokinni koma næstu skref í ljós.

    Hægt að búast við markvissri foreldramiðaðri meðferð í 4-6 skipti, tilvísun í hópmeðferð innan HSA eða tilvísun í önnur úrræði eða í greiningarvinnu ef talin er þörf á því.

    Samstarf
    Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum eru í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður stöðvarinnar.

    Aðrir samstarfsaðilar eru t.d. Félagsþjónusta og Skólaskrifstofa Austurlands, Barna- og unglingageðdeild Landspítala, Barna og unglingateymi Sjúkrahúss Akureyrar, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð og Barnavernd.

    Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð.  HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.

    Heimasíða Geðhjálpar

  • Geðheilsuteymi

    Stofnað hefur verið geðheilsuteymi innan HSA sem hefur það hlutverk að veita geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.

    Starfsfólk:
    Eygerður Ósk Tómasdóttir, fíkniráðgjafi
    Eygló Daníelsdóttir, málastjóri / iðjuþjálfi 
    Kristinn Tómasson, geðlæknir
    Sigurlín H. Kjartansdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri
    Sverrir B. Einarsson, sálfræðingur
    Védís Klara Þórðardóttir, málastjóri / hjúkrunarfræðingur
    Þóra Elín Einarsdóttir , sjúkraþjálfari 


    Hlutverk:
    Teymið sinnir einstaklingum 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóm og þurfa á þéttri þverfaglegri aðstoð að halda, þar sem geðröskun er aðalvandi.

    Einstaklingur telst vera með geðröskun ef hann býr við andlega líðan eða ástand sem skerðir möguleika hans til lífsgæða, tilfinningalegra og/eða félagslegra samskipta, þátttöku í námi eða starfi eða virkni í samfélaginu að öðru leyti.

    Teyminu er ekki ætlað að sinna bráðatilfellum en leitast verður við að mæta þörfum nýrra skjólstæðinga eins fljótt og auðið er.

    Helstu verkefni:
    Sérhæfð meðferð til skamms eða lengri tíma.
    Ráðgjöf til heilsugæslustöðva við meðhöndlun geðsjúkdóma
    Flæði notenda milli teymis og heilsugæslustöðva, Geðsvið Sjúkrahússins á Akureyti, Geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss og annarra geðúrræða og stofnana
    Árangur mældur með viðurkenndum aðferðum og mælitækjum

    Geðheilsuteymi HSA sinnir EKKI

    • ADHD-greiningum
    • Einhverfugreiningum
    • Greindarprófunum
    • Þroskamötum

    Kostnaður:
    Almennt komugjald er 500 kr. og vitjun heim á dagvinnutíma kostar 3400 kr (utan dagvinnutíma 4500 kr). Undanþegnir frá því gjaldi eru öryrkjar og lífeyrisþegar.

    Verkferlar:
    Teymisstjóri fer yfir allar umsóknir, umsóknum er vísað frá ef nauðsynlegar upplýsingar vantar. Skjólstæðingar eru kallaðir inn í inntökuviðtal þar sem farið er yfir sögu viðkomandi og einkenni kortlögð, notaðir eru sértækir sjálfsmatslistar eftir þörfum. Á grunni þeirra upplýsinga sem aflað er, er sett upp meðferðaráætlun, með skýrum markmiðum og tímaramma. Meðferðarvinna er unnin út frá þver- og fjölfaglegri nálgun þar sem notast verður við gagnreyndar aðferðir og farið eftir klínískum leiðbeiningum. Endurmat er á 3, 6 eða a.m.k. 12 mánaða fresti þar sem farið er yfir nýtingu þjónustunnar og árangur meðferðar metinn. Útskrift er ætíð byggð á mati á fyrrnefndum atriðum.

  • Áföll

    Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;

    • að lífi eða limum hafi verið ógnað
    • hætta hafi steðjað að ættingjum eða vinum
    • einstaklingar hafi orðið vitni að ofbeldi, líkamsmeiðingum eða dauða

    Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.

    Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
    Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.

    Hægt er að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að óska eftir áfallahjálp hjá HSA.

  • Sálfræðiþjónusta utan HSA á Austurlandi

    Sjálfsstætt starfandi sálfræðingar á Austurlandi:
    *Sjá upplýsingar um sálfræðiþjónustu fyrir börn aðeins neðar á síðunni

    Sverrir Björn Einarsson, sálfræðingur sinnir sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk og fullorðna s.s. meðferð vegna kvíða, þunglyndis og annars tilfinningavanda. Sverrir hefur aðsetur á Egilssbraut 21, Neskaupsstað, Fjarðarbyggð.
    Tímapantanir og nánari upplýsingar í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Edda Vikar sálfræðingur.  Edda hefur langa reynslu og hefur sinnt sálfræðiþjónustu á austurlandi í 4 ár. Edda kemur fast annan hvern mánuð og tekur einnig fjarviðtöl.
    Tímapantanir: hjá heilsugæslu HSA í síma 470-3000 kl. 08:30-16:00.

    Fjarþjónusta sjálfstætt starfandi sálfræðinga
    Margir aðrir sálfræðingar víðsvegar um landið bjóða upp á fjarþjónustu, m.a. sálfræðingar hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands (https://salfraedithjonusta.is/). Mælt er með því að fólk hafi sjálft samband við sálfræðinga og athugi hvort að fjarþjónusta standi til boða.

    Í mörgum tilvikum taka stéttarfélög þátt í að niðurgreiða sálfræðikostnað, og því er mælst til þess að fólk sé hvatt til þess að kanna málið hjá sínu stéttarfélagi.

    Sálfræðimeðferð í gegnum netið:
    Fyrirtækið Mín líðan býður upp á sálfræðimeðferð (HAM) við þunglyndi og félagskvíða í gegnum netið (https://www.minlidan.is). Fyrirtækið Betri svefn býður upp á HAM svefnmeðferð í gegnum netið (www.betrisvefn.is).

    Meðferðirnar byggja á fræðslu og verkefnum sem skjólstæðingar gera í gegnum netið, en ekki fjarviðtölum. Skjólstæðingur er í samskiptum við sálfræðinga sem veita meðferðina í gegnum netið á meðan á meðferð stendur.

    Lifðu betur – http://lifdubetur.is - Sáttar- og atferlismeðferð (SAM)
    Lifðu betur er sjálfshjálparnámskeið sem fer alfarið fram á netinu. Hver aðgangur er opinn í 10 vikur og getur hver og einn farið í gegnum námskeiðið á sínum hraða og forsendum innan þess tímaramma.

    Sjálfshjálparefni:

    • Á vef Reykjalundar má finna meðferðarhandbók fyrir Hugræna atferlismeðferð (HAM) sem opin er öllum, sjá http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/. Þar er hægt að fara sjálf/ur í gengum Hugræna atferlismeðferð, skref fyrir skref. Á vefnum er einnig að finna verkefnablöð og hægt er að hlusta á efnið sem hljóðbók.
    • Kvíðameðferðarstöðin hefur gefið út sjálfshjálparefni byggt á Hugrænni atferlismeðferð við kvíðaröskunum. Hægt er að panta bækurnar í gegnum netið og fá þær heimsendar. Sjá http://kms.is/saluhjalp/
    • Fyrir þau sem eru vel læs á ensku eru til margar góðar sjálfhjálparbækur sem hægt er að panta af netinu, t.d. er Overcoming bókaserían góð, en það eru sérhæfðar sjálfshjálparbækur sem byggja á aðferðum HAM. Hér er listi yfir bækurnar í bókaflokknum og linkar á amazon þar sem hægt er að panta þær: http://www.overcoming.co.uk/single.htm?ipg=7504
    • Núvitundaræfingar, hugleiðsla og slökun geta nýst vel þeim sem glíma við geðvanda ef slíkt er stundað reglulega. Hægt er að finna æfingar á netinu, t.d. á youtube (á ensku: mindfulness/meditation/relaxation) eða í símaöppum (t.d. Happ app (hugleiðsla á íslensku), Headspace og 10% happier). Á eftirfarandi slóð má finna núvitundaræfingar frá landspítala: https://www.youtube.com/watch?v=r7K2YEoPhg4&list=PLjZWdIdYIt3ucIHSE5m1deG1y36abzVHH. Hér er einnig hlekkir á núvitundaræfingar: https://www.nuvitundarsetrid.is/hlekkir.

    Fræðsluefni:

    Fjarþjónusta sjálfstætt starfandi barnasálfræðinga:
    Margir  barnasálfræðingar víðsvegar um landið bjóða upp á fjarþjónustu, m.a. sálfræðingar hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni (www.litlakms.is), Sálfræði- og læknisþjónustu (www.sol.is), Sálstofunni (www.salstofan.is). Mælt er með því að foreldrar hafi sjálfir samband við sálfræðinga og athugi hvort að fjarþjónusta standi til boða. ​

    METIS Sálfræðistofa (https://www.facebook.com/pg/MetisSalfraedistofa/about/) er á Akureyri en sálfræðingar þar hafa sérhæft sig í vinnu með börnum, unglingum, ungu fólki og fjölskyldum. Hægt er að fara í tíma þangað en einnig hægt að semja um einhverja fjarþjónustu.  ​

    Sjálfshjálparefni fyrir börn:
    Til eru margar góðar sjálfshjálparbækur og fræðsluefni sem getur gagnast börnum og foreldrum barna með tilfinninga- og hegðunarvanda.​

    Bækur:​

    • Ráð handa kvíðnum krökkum (https://www.forlagid.is/vara/rad-handa-kvidnum-kroekkum/) er bók byggð á hugrænni atferlismeðferð sem gagnast foreldrum og börnum sem glíma við kvíðavanda/eiga í erfiðleikum með að framkvæma eitthvað vegna ótta/hræðslu. Um er að ræða bæði lesbók og verkefnabók fyrir barnið. Höfundar bókarinnar eru þeir sömu og gerðu námskeiðið Klókir krakkar sem er kvíðanámskeið sem hefur verið keyrt hér á Austurlandi (og víða um land) og margir kannast við.​
    • Bókaflokkurinn; Hvað get ég gert…. (www.hvadgeteggert.is) inniheldur fjórar bækur (sem hafa verið þýddar á íslensku). Hver bók tekur fyrir mismunandi vandamál en til er bækur sem miðast að reiði, kvíða/áhyggjum, neikvæðni og svefni. Bækurnar eru ætlaðar börnum og eru byggðar á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.​
    • Bætt hugsun – Betri líðan (https://www.penninn.is/is/book/baett-hugsun-betri-lidan) er bók byggða á hugrænni atferlismeðferð en er ekki þróuð til nota með börnum með margvísleg sálfræðileg vandamál. Bókinn inniheldur mikið af hagnýtum verkefnum sem hægt er að nota með börnum og ungmennum.​
    • Bækurnar; Lærðu að hægja á og fylgjast með og Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi eru skrifaðar fyrir börn en sú fyrri er stérstaklega ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast ADHD en sú seinni fyrir þá sem eiga erfitt  með tilfinningastjórnun (sem er oft fylgifiskur ADHD) t.d. áhyggju, hvatvísi, vanlíðan, lítið sjálfstraust og ónóga samskiptafærni (https://www.adhd.is/is/utgafur/baekur).  ​
    • Ferðalag í flughálku, unglingar og ADHD. Er bók ætluð foreldrum og kennurum unglinga með ADHD og ekki síst unglingum sem glíma við ADHD. Tilgangur bókarinnar er að reyna að svara algengustu spurningunum um ADHD.​
    • Hámarksárangur í námi með ADHD (les- og verkefnabók; https://www.adhd.is/is/utgafur/baekur) eru bækur skrifaðar um nám og námstækni fyrir einstaklinga með ADHD.​
    • Ef börn eiga í erfiðleikum með að slaka á getur verið gott að benda foreldrum þeirra á bókina Aladdín og töfrateppið og fleiri ævintýrahugleiðslur fyrir börn (https://www.heimkaup.is/aladdin-og-tofrateppid) en í þeirri bók hefur þekktum ævintýrum verið breytt í slökunarhugleiðslur fyrir börn og sögurnar leiða mann í gegnum æfinguna.​
    • Inn á heimasíðu Tourette samtakana (www.tourette.is/is/frodleikur-um-tourette/utgefnar-baekur) er hægt að finna ýmsar bækur tengdar tourette bæði fyrir börn, foreldra og kennara t.d. bækurnar; Af hverjur ertu að þessu? og Tourette, hagnýtar leiðbiningar fyrir kennara, foreldra og fagfólk. Einnig er þarna hægt að finna bókina Órólfur sem er barnabók um áráttu- og þráhyggjurröskun (OCD).​

    Hagnýtt efni á heimsíðum:​

    • Inn á heimasíðu Barna- og unglingageðdeildarinnar (BUGL) er að finna hagnýtt efni um ýsmis efni t.d. átröskun, eflingu tengsla foreldra og unglinga, sjálfsskaðahegðun og trans börn og unglinga (http://www.barnaspitali.is/barnaspitali-hringsins/barna-og-unglingageddeild-bugl/fraedsluefni-bugl/). ​
    • Inn á heimasíðu Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar er mikið af linkum inn á alskonar fræðslu- og sjálfshjálparefni t.d. í tengslum við núvitund/tilfinningastjórn/slökun, kvíða, lágt sjálfsmat, þunglyndi/vanlíðan, uppeldi, ADHD o.fl. Einnig er fræðsluefni og verkfæri úr DAM, sem er inngrip sem notað er í mikilli vanlíðan); https://www.litlakms.is/sjalfshjalp
    • Inn á heimasíðu ADHD samtakanna má finna bæklinga og annað fræðsluefni um ADHD ( www.adhd.is) ​
    • Inn á heimasíðu Tourette samtakana er fræðsluefni um tourette (www.tourette.is)​
    • Inn á heimasíðu Greinigar- og ráðgjafastöðvar ríkisins (https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1) er hægt að finna ýmis fræðsluefni og hagnýt efni tengt einhverfurófi og ýmsum þroskafrávikum. Einnig er vert að benda á námskeiðsframboð GRR en á hverju missiri eru haldin fjölmörg hagnýt námskeið fyrir foreldra, kennara og aðra fagaðila.​
    • Inn á heimasíðu Þroska- og hegðunarstöður heilsugæslunar (https://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throskaoghegdunarstod/hagnyt-rad/ ) er að finna ýmis hagnýt ráð sérstaklega í tengslum við ADHD og kvíða.​
    • Inn á heimasíðu Eitt líf (https://www.eittlif.is/um-urraedaleitarvelina/) er að finna gagnlega leitarvél sem er í grunninn rafrænn gagnagrunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita til þegar vandasöm mál bera að garði sem varða og/eða tengjast geðheilbrigði, fíkn, ofbeldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar.

Öldrunarþjónusta
https://www.hsa.is/index.php/gedhvernd-og-afoell


*læt hyperlinka fylgja með. Látið mig vita ef það er bras við að opna þá.

Geðvernd og áföll

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður vegna vanlíðunar, geðraskana og sálfélagslegra vandkvæða. Þaðan er fólki beint áfram til sérfræðinga.

 

Spurning hvort hægt væri að koma þessu í svona hliðarstiku til að velja flokk: Áföll, þjónusta geðlækna og sálfræðinga, þolendur kynferðisofbeldis.

Áföll

Hlutverk áfallateyma er að veita almenningi áfallahjálp þegar yfir dynja meiriháttar áföll, svo sem;

  • að lífi eða limum hafi verið ógnað
  • hætta hafi steðjað að ættingjum eða vinum
  • einstaklingar hafi orðið vitni að ofbeldi, líkamsmeiðingum eða dauða

Samráðshópur um áfallahjálp starfar á vegum Almannavarna ríkisins og stjórnar áfallahjálparviðbrögðum vegna almannavarnaástands, s.s. náttúruhamfara.

Áfallateymi Austurlands er skipað fulltrúum heilsugæslu, félagsþjónustu og kirkju. Teymið sinnir/miðlar áfallahjálp innan fjórðungs, fræðslu og forvörnum.
Fá má nánari upplýsingar hjá forsvarsmanni teymisins; Sigríði Tryggvadóttur presti, s. 698-4958 og hjá heilsugæslustöðvum.

 

Þjónusta geðlækna og sálfræðinga

Heimilislæknar sinna tilvísunum vegna sálfræði- og geðlæknisþjónustu og einnig getur fólk að sjálfsögðu leitað milliliðalaust til sjálfstætt starfandi sálfræðinga og geðlækna*.

Þrír sálfræðingar starfa hjá HSA; Gyða Dröfn Hjaltadóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir yfirsálfræðingur. Leitið nánari upplýsinga um sálfræðiþjónustu innan HSA á næstu heilsugæslustöð.

Til að styrkja geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi er starfrækt geðteymi þar sem að koma ýmsar fagstéttir innan HSA. 

 

*Sjálfstætt starfandi sálfræðingur sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Edda Vikar sálfræðingur, tímapantanir hjá heilsugæslu HSA í síma 470-3000 kl. 08:30-16:00.

*Sjálfstætt starfandi geðlæknir sem starfar að nokkru leyti á Austurlandi:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir á Akureyri hefur sinnt sjúklingum á Austurlandi skv. tilvísun. Leitið nánari upplýsinga hjá læknum HSA og heilsugæslu. 

Aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda
ABG-verkefni HSA fjallar um aðstoð við börn og ungmenni með geðrænan vanda.

Hugræn atferlismeðferð
Meginmarkmið hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) er að þátttakendur læri og þjálfist í aðferðum til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál. Ekki er óalgengt að vandi komi upp hjá fólki þegar það stendur á tímamótum í lífinu, svo sem við veikindi, skilnað, atvinnumissi, ástvinamissi og jafnvel við fæðingu barns. Þá þjást sumir af kvíða og þunglyndi án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna.

Ýmsir meðferðaraðilar, m.a. Geðsvið Landspítala og Reykjalundur bjóða að jafnaði upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð.  HAM – umfjöllun í Læknablaðinu.

Geðhjálp

 

Þolendur kynferðisofbeldis

Hafið samband við neyðarlínuna í síma 112 eða við hjúkrunarfræðing í síma 1700 sem ráðleggur um næstu skref

Móttaka þolenda kynferðisofbeldis
Tekið er á móti þolendum kynferðisofbeldis á heilsugæslustöðvum og á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þolendum í Fjarðabyggð er í flestum tilfellum vísað á Umdæmissjúkrahúsið.

Hverjir sinna þolendum kynferðisofbeldis innan HSA?
Læknar og oftast ljósmæður sem hafa fengið leiðbeiningar um móttöku þolenda kynferðisofbeldis.

Kostnaður
Þeir sem eru undir 18 ára fá þjónustu sér að kostnaðarlausu, aðrir greiða komugjald.

Er þjónusta við þolendur veitt allan sólarhringinn?
Já.

Hvernig læknisskoðun hlýtur viðkomandi? Er það réttarlæknisfræðileg skoðun og eru sakargögn varðveitt? Og þá hversu lengi?
Allir þeir sem leita til HSA vegna þessa fá þjónustu eftir leiðbeiningum frá Neyðarmóttöku Landspítala og lögreglu þar um. Lögregla geymir gögn málsins. Skráð er lögbundin sjúkraskrá viðkomandi sem geymd er í gagnagrunni Embættis landlæknis (SAGA).

Er boðið upp á lögræðilega ráðgjöf?
Lögregla hefur séð um að útvega lögfræðing.

Sálfræðiaðstoð
Leita má eftir tilvísun heimilslæknis til sálfræðinga HSA og/eða sálfræðinga sem starfa í Reykjavík en koma reglulega með þjónustu á Austurland.

Er þolanda vísað eða gefinn kostur á að leita sér aðstoðar hjá neyðarmóttöku Landspítala?
Þolendum er gefinn kostur á því að leita til neyðarmóttöku bæði á Akureyri og í Reykjavík ef þeir óska eftir því. Stígamót koma á Austurland x2 í mánuði og veita þjónustu, en hún er óháð starfsemi HSA.

Hvernig er þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis háttað á mismunandi starfsstöðvum stofnunarinnar?
Í grunninn er þjónustan eins en aðeins er þó munur á þjónustustigi eftir svæðum vegna mismunandi samsetningar starfsmannahópsins. Sérfræðiþjónusta HSA er að mestu veitt í Neskaupstað og minni heilsugæslustöðvar beina skjólstæðingum gjarnan þangað. Annars eru á öllum heilsugæslustöðvum leiðbeiningar og áhöld vegna þessara mála til staðar sem starfsmenn nýta og fara eftir.

Lesa meira:Geðheilbrigði

  • Hits: 10988

Öldrunarþjónusta


Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Austurlandi eru 6 talsins. Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hjúkrunarheimilin okkar með því að smella HÉR. 

Umsóknareyðublað um færni- og heilsumat

Heilsuvera.is - aldraðir/fróðleikur

Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland.
Starfsmaður nefndarinnar, Stefanía Stefánsdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu. Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir. Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur. Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Nánari upplýsingar fást á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Upplýsingar velferðarráðuneytisins um hjúkrunar- og dvalarheimili og hlutverk Færni- og heilsumatsnefnda

Umsóknareyðublað fyrir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili

Upplýsingarit um almannatryggingar fyrir eldri borgara

Önnur þjónusta við aldraða

Heimahjúkrun

Heilbrigðisstofnun Austurlands annast heimahjúkrun. Hér má sjá nánari upplýsingar: Reglur heimahjúkrunar

Lesa meira:Öldrunarþjónusta

  • Hits: 8617

Endurhæfing


Endurhæfingardeild starfar í Neskaupstað og á Egilsstöðum. 

Frá september 2016 hefur HSA verið hluti af tilraunaverkefni þar sem sjúkraþjálfari starfar á heilsugæslustöðvum. Sjá nánar hér.

Sjúkraþjálfari í heilsugæslu
Sjúkraþjálfari í heilsugæslu skoðar, metur og gefur fólki ráð þegar um stoðkerfisvanda er að ræða.
Móttaka er á eftirfarandi stöðum; Egilsstöðum á mánudögum og fimmtudögum, á Fáskrúðsfirði á þriðjudögum og á Eskifirði á miðvikudögum. Hægt er að panta viðtal í gegnum skiptiborð á viðkomandi heilsugæslu.

Endurhæfingardeild á Egilsstöðum
Á Egilsstöðum starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu.

Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun, þarf að fá hjá lækni og hafa þjálfunaraðilar síðan samband við umsækjanda. Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

Endurhæfingardeild HSA Egilsstöðum
Lagarási 17-19
700 Egilsstöðum
Sími: 470 3033,
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hópur aukinna lífsgæða (HAL) var stofnaður innan HSA árið 2011 og starfaði um árabil. Sjá fróðlegt HAL upplýsingaefni.

Endurhæfingardeild í Neskaupstað
Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun þarf að fá hjá lækni. 
Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

Endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúsi Austurlands
Mýrargötu 20
740 Neskaupstað
Sími: 470 1470
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira:Endurhæfing

  • Hits: 8923

Panta tíma á heilsugæslu


Tímapantanir
Panta má tíma vegna heilbrigðisþjónustu hjá móttökuriturum heilsugæslustöðva. Auk þess að taka við tímapöntunum gefa móttökuritarar almennar upplýsingar um starfsemi stöðvanna og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. Nauðsynlegt er að láta móttökuritara vita þegar mætt er í pantaðan tíma. Almennur læknatími er 20 mínútur. 

Símanúmer heilsugæslustöðva.

Símatímar
Læknar eru með símatíma alla virka daga. Panta skal símatíma hjá móttökuritara á heilsugæslustöð og þá hringir læknirinn til þess sem á pantaðan tíma. Þessi þjónusta er fyrst og fremst til að svara stuttorðum fyrirspurnum, veita einfaldar ráðleggingar og gefa upplýsingar um niðurstöður rannsókna.

Flýtivakt - samdægursþjónusta
Hjúkrunarfræðingar sjá um að forgangsraða einstaklingum sem þarfnast þjónustu heilsugæslunnar samdægurs. Markmiðið er að veita þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni af þeim heilbrigðisstarfsmanni sem hefur yfir að ráða þekkingu á því vandamáli sem um ræðir. Þegar hringt er á heilsugæslustöð býður móttökuritari að skrá viðkomandi í símtal við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingurinn hringir til baka til að fá upplýsingar um ástæðu þess að viðkomandi þarfnast þjónustu.

Út frá þeim upplýsingum metur hjúkrunarfræðingurinn hvernig bregðast skuli við:
- Hjúkrunarfræðingurinn aðstoðar gegnum síma og metur að frekari þjónustu sé ekki þörf eða að bóka megi í næsta lausa tíma læknis.
- Hjúkrunarfræðingurinn býður tíma samdægurs á heilsugæslustöð til frekara mats og þá hvort viðkomandi þarfnist sérhæfðari þjónustu innan heilsugæslunnar samdægurs.
- Hjúkrunarfræðingurinn metur að viðkomandi þarfnist tafarlausrar þjónustu læknis og hefur milligöngu um að sú þjónusta sé veitt samdægurs.

Ef um slys og alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf – hringið í 112!

Lesa meira:Panta tíma á heilsugæslu

  • Hits: 16238

Sérfræðingar


Á heilsugæslu Egilsstaða starfa eftirfarandi sérfræðingar í föstu starfi

  • Daniela B. Gscheidel, húðsjúkdómalæknir Þarf tilvísun
  • Brigitta Pöhl, kvensjúkdómalæknir
  • Kristinn Tómasson, geðlæknir - Þarf tilvísun

Tímapantanir
Panta má tíma vegna sérfræðiþjónustu hjá móttökuriturum heilsugæslustöðva.  Beinn sími fyrir heilsugæsluna á Egilsstöðum er: 470 3000

Hér að neðan má sjá þær komur sérfræðilækna sem vitað er um á hverjum tíma. Nánari upplýsingar fást á heilsugæslustöðvum og einnig eru sérfræðikomur yfirleitt auglýstar sérstaklega.


Smellið á viðkomandi sérfræðiheiti til að sjá næstu dagsetningar

  • INNKIRTLA- OG EFNASKIPTALÆKNIR

    Sigríður Björnsdóttir innkirtla- og efnaskiptalæknir, verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Neskaupstað 24.-26. apríl

    Egilsstöðum 26.-28. apríl

    Hún tekur bæði við beinum bókunum og tilvísunum.

    Tímapantanir í síma 470-3001, alla virka daga á milli kl. 09-15:00.

  • ÞVAGFÆRASÉRFRÆÐINGUR

    Árni Stefán Leifsson, þvagfærasérfræðingur verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Neskaupstað 16.-17.maí

    Hann tekur bæði við beinum bókunum og tilvísunum.

    Byrjað verður að taka við bókunum 2.maí í síma 470-3001, alla virka daga á milli kl. 09-15:00.

  • HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNIR

    Erlingur Hugi Kristvinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Erlingur Hugi Kristvinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Eskifirði 9. og 10. maí 2023

    Egilsstöðum 11. og 12. maí 2023

    Hann tekur bæði við beinum bókunum og tilvísunum.

    Tímapantanir í síma 470-3001, alla virka daga á milli kl. 09-15:00.

  • FÆÐINGA- OG KVENSJÚKDÓMALÆKNIR

    Valur Guðmundsson, fæðinga- og kvensjúkadómalæknir verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Engar dagsetningar liggja fyrir að svo stöddu.

  • BÆKLUNARLÆKNIR

    Bjarki Örvar Auðbergsson, bæklunarlæknir er með móttöku á Austurlandi reglulega og til að fá tíma þarf tilvísun læknis.

  • HJARTASÉRFRÆÐINGUR

    Sigfús Gizurarson, hjartalæknir er með móttöku á Austurlandi reglulega og til að fá tíma þarf tilvísun læknis.

  • LUNGNASÉRFRÆÐINGUR

    Friðrik Yngarsson, lungnasérfræðingur verður næst með móttöku á Austurlandi:

    Neskaupstað 3. - 15. apríl 2023

    Hann tekur bæði við beinum bókunum og tilvísunum.

    Byrjað verður að taka við bókunum 21. mars í síma 470-3001, alla virka daga á milli kl.09-15:00.

Lesa meira:Sérfræðingar

  • Hits: 29476

Upplýsingar


  • SKRIFSTOFA FORSTJÓRA & BÓKHALDS

    Skrifstofa forstjóra er á Egilsstöðum:
    Heimilisfang:

    Lagarás 22
    700 Egilsstaðir
    Sími: 470 3050
    Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    - Athugið að fyrirspurnir varðandi inn- og útsenda reikninga skal senda á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Þar starfa:
    Guðjón Hauksson, forstjóri.
    Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga.
    Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
    Svava I. Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála.
    Þórarna Gró Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs.
    Katrín Einarsdóttir, gæðastjóri.
    Steinunn Sigurðardóttir, starfsmaður framkvæmdastjórnar.

    Bókhaldskrifstofa HSA er í Neskaupstað:
    Heimilisfang:
    Mýrargata 20
    740 Neskaupstaður
    Sími: 470 1401 og 470 1402
    Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Fjármálastjóri; 
    Sími: 470 1435, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

    Aðalbókari;
    Sími: 470 1402, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Launadeild; 
    Sími: 470 3034, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

     

  • UM HSA

    Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, á alls um 16.200 ferkílómetra svæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar. Íbúafjöldi á Austurlandi er um 11 þúsund manns.

    HSA er ríkisrekin þjónustustofnun sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1999 og veitir alhliða heilsugæslu-, sjúkra- og hjúkrunarþjónustu. Við tilurð hennar sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Austurlandi í eina. Markmiðin með stofnun HSA voru m.a. að tryggja íbúum góða heilbrigðisþjónustu og styrkja þjónustusvæðið sem stofnunin nær til, t.d. með bættri mönnun, samvinnu og samnýtingu. 

    Meginhlutverk HSA er að veita íbúum Austurlands og öðrum er þar dvelja, aðgengilega og eftir megni samfellda og alhliða heilbrigðisþjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar, sem og almenna sjúkrahúsþjónustu, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Hver starfsstöð og starfsmenn hennar gegna mikilvægu hlutverki sem hlekkur í samfelldri þjónustukeðju HSA, sem  byggja skal á þekkingu, þverfaglegri samvinnu og þjónustulund og á þátt í að skapa ímynd HSA.

    Hjá HSA starfa um 420 manns og starfsstöðvar eru 13 talsins. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Í stærri þéttbýliskjörnum eru heilsugæslustöðvar auk ýmissar stoðþjónustu og svonefnd heilsugæslusel á minni stöðunum.

    Helstu viðfangsefni HSA eru;

    - Lækningar og hjúkrun
    - Hjúkrunarþjónusta við aldraða
    - Heimahjúkrun
    - Fæðingarþjónusta og ungbarnavernd
    - Endurhæfing
    - Skólaheilsugæsla
    - Rannsóknir
    - Kennsla

    Gildi HSA eru: Virðing - öryggi - fagmennska.
    Lögð er rík áhersla á þverfaglegt starf innan stofnunarinnar, undir einkunnarorðunum: Samvinna um velferð. Allt starf HSA miðar að því að eiga samvinnu um velferð.

  • SKIPURIT

    Skipurit HSA var samþykkt af Heilbrigðisráðherra þann 17. apríl 2019.

  • SAMÞYKKTIR & STEFNUR

  • JAFNLAUNAVOTTUN

    Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur hlotið jafnlaunavottun - fyrst allra heilbrigðisstofnana á Íslandi.

    Jafnréttisstofa hefur frá og með 9. maí sl. veitt stofnuninni heimild til að nota jafnlaunamerkið. Vottunin staðfestir að HSA uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunamerkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd HSA. Merkið staðfestir að stofnunin hefur komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér beina eða óbeina kyndbundna mismunun, né launaójöfnuð af öðru tagi. Það var BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og tilheyrir BSI group (British Standards Institution) sem framkvæmdi úttektina. Eins og áður hefur komið fram þá er Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi sem hlýtur jafnlaunavottun.

    Guðjón Hauksson, forstjóri:
    „Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af vottuninni. Þessi vottun rímar einnig fullkomlega við jafnréttisstefnu okkar og jafnréttisáætlun. Þrátt fyrir þennan áfanga mun HSA ekki slá slöku við þegar kemur að áframhaldandi vinnu að auknu jafnrétti“.

    Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs:
    „Hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands starfa að jafnaði um 350 manns og eru konur í miklum meirihluta starfsfólks eða um 86% á móti 14% karla. Það er afar ánægjulegt að HSA hafi náð þessum áfanga sem verður liður í að tryggja launajafnrétti og um leið að auka og viðhalda starfsánægja og gera stofnunina að eftirsóttum vinnustað“.

              Jafnlaunavottun

          

     

     

     

      


    F.v. Emil Sigurjónsson frkvstj. mannauðssviðs, Þórarna Gró Friðjónsdóttir rekstrar- og verkefnisstjóri og Guðjón Hauksson forstjóri HSA, með skírteini BSI um jafnlaunavottun stofnunarinnar.

  • VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

    Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) í kjölfar atviks sem kallar á aukin viðbrögð starfsmanna stofnunarinnar.

    vidragdsaetlun mynd

  • ÁRSSKÝRSLUR

Lesa meira:Upplýsingar

  • Hits: 16036

Sjúkrahús


Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands er starfrækt:

  • Handlækningadeild
  • Lyflækningadeild
  • Fæðingardeild
  • Endurhæfingardeild
  • Rannsóknastofa
  • Röntgendeild
  • Stoðdeildir

Heimsóknartími er frá kl.15-20

  • Gestir eiga að bera skurðstofugrímu.
  • Gefa sig þar fram við starfsfólk við komu á deild.
  • Þeir sem hafa Covid-19 eða öndunarfæraeinkenni þurfa að bíða með að koma í heimsókn.

Umdæmissjúkrahúsið er reyklaust og var hið fyrsta hérlendis sem kom á algjöru reykbanni sjúklinga og starfsfólks innanhúss og á lóð. Hvers kyns tóbaksnotkun, sem og notkun rafretta, er óheimil innan húsakynna og lóðamarka sjúkrahússins, sem og hvarvetna innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands. 

  • HANDLÆKNINGADEILD

    Á FSN hefur verið starfrækt handlækningadeild frá upphafi. Hér eru gerðar allar helstu aðgerðir sem flokkast undir almennar skurðlækningar s.s. gallblöðrutökur með kviðsjá, kviðslitsaðgerðir bæði opnar og með kviðsjá og botnlangatökur. Auk þess minniháttar aðgerðir eins og fjarlæging á húðbreytingum og góðkynja æxlum undir húð. Hér eru einnig gerðar maga- og ristilspeglanir, bæði vegna sjúkdóma og í forvarnarskyni. Skurðlæknir er alltaf á vakt.

    Sjúkrahúsið er heimsótt reglulega af öðrum sérfræðingum sem framkvæma aðgerðir í sinni sérgrein. Þetta eru kvensjúkdómalæknir, þvagfæraskurðlæknir og háls- nef- og eyrnalæknir. Bæklunarlæknir kemur einnig reglulega og er með móttöku, en ekki aðgerðir.

    Yfirlæknir deildarinnar er Jón H. H. Sen, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
    Deildarstjóri er Hrönn Sigurðardóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • LYFLÆKNINGADEILD

    Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands eru stundaðar almennar lyflækningar. Um þessar mundir er aðeins einn fastráðinn sérfræðingur í hlutastarfi við deildina, en nokkrir lyflæknar eru lausráðnir og staðan að mestu leyti mönnuð. Þeir lyflæknar sem manna stöðuna eru með undirgreinar í blóðmeinafræði, lungnalækningum, nýrnalækningum og taugalækningum. Einnig kemur reglulega sérfræðingur í hjartalækningum á sjúkrahúsið.

  • FÆÐINGARDEILD

    Hjá HSA starfa sjö ljósmæður sem sinna mæðravernd, fræðslu, nálastungum, fæðingum, sængurlegu og heimaþjónustu á Austurlandi.
    Við byrjun meðgöngu er hægt að fá símatíma við ljósmóður sem fer yfir atriði svo sem mataræði á meðgöngu og fósturskimanir. Ljósmóðir getur vísað konum sem þurfa sónar áfram.

    Pregnancy and birth

    Pöntun tíma/símatíma í mæðravernd

    • Djúpavogur s. 470 3090
    • Reyðarfjörður s. 470 1420
    • Eskifjörður s. 470 1430
    • Neskaupstaður s. 470 1450
    • Egilsstaðir s. 470 3000
    • Seyðisfjörður s. 470 3060

    Sónarskoðanir
    Sónarskoðanir eru framkvæmdar í Neskaupstað, á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
    Athugið að beiðni þarf frá heimilislækni eða ljósmóður til að fara í sónarskoðanir.

    Fæðingardeild - ljósmæður
    Fæðingardeild HSA er á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þar starfa að jafnaði fjórar ljósmæður sem sinna innlögnum vegna vandamála á meðgöngu, fæðingahjálp, sængurlegu og aðstoð við brjóstagjafavandamál s.s. stíflur, sýkingar o.fl.

    Þurfir þú nauðsynlega að komast í samband við ljósmóður skaltu á dagvinnutíma hafa samband við 470-1450 og óska eftir símtali. Ef um bráð veikindi tengd meðgöngu er að ræða skaltu hafa samband við vaktsíma ljósmæðra 860-6841.

    Ef upp koma vandamál í barneignarferlinu er haft samráð og samstarf við fæðingarlækna á Sjúkrahúsi Akureyrar, áhættumæðravernd Landspítala og barnalækna vökudeildar Landspítala. Öryggi móður og barns er ávallt í fyrirrúmi.

    Frá ljósmæðrum
    Við bjóðum allar hraustar konur sem eiga að baki eðlilega meðgöngu velkomnar til fæðingar hjá okkur. Við bjóðum upp á fjölbreyttar meðferðir til verkjastillingar í fæðingu, s.s. bað, nálastungur, glaðloft og mænurótardeyfingu. Ef vandamál koma upp í fæðingu er hægt að ljúka fæðingunni með sogklukku eða keisaraskurði.

    Við bjóðum fólk velkomið í heimsókn til að skoða fæðingadeildina og kynna sér aðstöðuna þar. Í byrjun árs 2017 var deildin endurnýjuð og bað hefur verið tekið í notkun á nýrri fæðingastofu. Á deildinni eru tvær sængurlegustofur og er lögð áhersla á að fjölskyldan sé á einbýli. Önnur stofan hefur verið endurnýjuð og er hún búin hjónarúmi en hin er með rafmagnsrúm fyrir mæður sem þurfa á því að halda, svo sem eftir keisaraskurð. Í sængurlegunni er lögð áhersla á sólarhringssamveru barnsins við báða foreldra og því er mökum boðið að gista gegn vægu gjaldi ef húsrúm leyfir.

    Ljósmæður deildarinnar leggja áherslu á að hlúa að fjölskyldunni í öllu barneignarferlinu sem næst heimabyggð, frá fyrstu vikum meðgöngunnar þar til fæðing er yfirstaðin.
    Heimsóknartímar eru fyrst og fremst í samráði við hina nýbökuðu foreldra. Mikilvægt er að fjölskyldan fái næði með nýjum einstaklingi og einnig til að hvíla sig.
    Ef fjölskyldan þarf að ferðast um lengri veg og jafnvel bíða fæðingar í Neskaupstað, er reynt eftir megni að aðstoða fólk við að finna íbúð gegn vægu gjaldi.

    Gagnlegar upplýsingar
    Embætti landlæknis: Meðganga og ungbörn
    Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins: Fræðsla
    Heilsuvera.is: Meðganga og fæðing

  • ENDURHÆFINGARDEILD

    Beiðni um endurhæfingu, iðju- eða sjúkraþjálfun þarf að fá hjá lækni. 

    Meðferð einstaklinga í endurhæfingu felst einkum í að auka hreyfifærni og hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

    - Sjúkraþjálfun
    - Iðjuþjálfun
    - Færniþjálfun
    - Verkjameðferð
    - Þol/þrekþjálfun
    - Ráðgjöf
    - Þjálfun í sundlaug
    - Fræðsla

    Sérstakir lífsstílshópar hafa verið starfræktir innan vébanda Endurhæfingardeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Þar á meðal eru sérstakir hópar í endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga og þeirra sem kljást við ofþyngd.

  • RANNSÓKNARSTOFA

    Rannsóknarstofur HSA eru tvær, á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað og á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.
    Á rannsóknarstofunum eru framkvæmdar allar helstu rannsóknir í blóðmeina- og meinaefnafræði, hormóna- og lyfjamælingar og allar algengustu ræktanir.
    Rannsóknarþjónusta er alla virka daga.

    Blóðtaka og móttaka sýna:
    Neskaupstaður; kl. 08:00 – 12:00 alla virka daga.
    Egilsstaðir; kl. 09:00 – 12:00 mánudaga og föstudaga, kl. 08:00 – 12:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

    Brýnt er fyrir fólki að kanna hvort það þurfi að vera fastandi fyrir viðkomandi rannsókn. 
    Þvagsýni þurfa að berast fyrir kl. 10 og er morgunþvag ávallt best.

    Tækjabúnaður til röntgenmyndatöku eru á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands og á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.

    Rannsóknarstofur HSA

    • Leiðbeiningar um töku þvagsýna
    • Leiðbeiningar fyrir blóðprufur

    Myndgreining

    • Tölvusneiðmyndir
    • Röntgenmyndataka
    • Ómskoðun
    • Hjartaómskoðun

    Önnur þjónusta

    • Ljósameðferð
    • Svefnrannsóknir
    • Holterrannsóknir
  • RÖNTGENDEILD

    Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands er vel tækjum búin röntgendeild með hefðbundnum röntgentækjum sem helst eru notuð til greiningar á brotum, og fullkomið sneiðmyndatæki sem er notað til greiningar á fjölmörgum vandamálum.
    Ekki er segulómtæki á sjúkrahúsinu og þarf því að vísa sjúklingum sem þurfa á segulómrannsókn að halda, t.d. á hrygg eða liðamótum, til Akureyrar eða Reykjavíkur.

    Tæki til röntgenmyndatöku eru einnig á heilsugæslustöðvum Egilsstaða og Seyðisfjarðar.

  • STOÐDEILDIR

    Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) spannar gríðarstórt landsvæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, alls um 16.200 ferkílómetra svæði. Heilbrigðisþjónusta í 11 þéttbýliskjörnum með á fjórða hundrað starfsmönnum kallar á öflugar stoðdeildir. Þar er átt við eldhús, ræstingar, þvottahús, eignaumsýslu, tækniþjónustu, innkaup ofl.

Lesa meira:Sjúkrahús

  • Hits: 10947

Hjúkrunarheimili


Heilbrigðisstofnun Austurlands rekur hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifriði, Fáskrúðsfirði og hjúkrunardeild innan Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað.

Þau gildi sem HSA hefur að leiðarljósi við þjónustu og umönnun á hjúkrunarheimilum eru:
Virðing - Öryggi - Fagmennska

Bæklingur: Velkomin á hjúkrunarheimili HSA
Í þessum bæklingi má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þjónustu hjúkrunarheimila HSA sem hjálpa íbúum og aðstandendum þeirra að undirbúa flutning á nýtt heimili. Hægt er að nálgast bæklinginn HÉR.

Hjúkrunarstefna HSA er stýrandi fyrir þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar. Meðal þjónustuþátta sem viðmið eru sett um eru hjúkrun og umönnun, læknisþjónusta og lyf, endurhæfing, sálgæsla, dægrastytting, fæði, húsnæði, umhverfi og fjármál íbúa. 
Hægt er að lesa nánar um þessa þjónustuþætti hér: Stefna hjúkrunar á hjúkrunarheimilum HSA

Lífssagan
Þegar íbúi flytur á hjúkrunarheimili HSA biðjum við aðstandendur að fylla út með viðkomandi spurningalista sem við köllum lífssögu. Spurt er um ýmislegt sem hjálpar starfsfólki að kynnast þeim einstaklingi sem er að flytja á heimilið. Upplýsingarnar nýtast til að nálgast einstaklinginn í umönnun í samræmi við venjur hans og gildi, eiga innihaldsrík samskipti og til að styðja við að hann geti fengist við iðju sem er á áhugasviði hans. Starfsfólk getur veitt aðstoð eftir þörfum við útfyllingu blaðanna. Lífsöguform okkar er í grunninn fenginn frá Alzheimersamtökunum með lítilsháttar breytingum. Best er að fylla út í alla þætti lífsögunnar en auðvitað er frjáls að sleppa út einstökum atriðum. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.


  • Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstöðum

    v/Blómvang
    700 Egilsstaðir
    Sími: 470 3040
    Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Beinir símar:
    Brekka: 470 3076
    Ás: 470 3077
    Hlíð: 470 3078
    Fell: 470 3079

  • Hjúkrunarheimili Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað

    Mýrargötu 20
    740 Neskaupstaður
    Sími: 470 1460
    Sími íbúa: 470 1465

  • Hjúkrunarheimilið Fossahlíð – Seyðisfirði

    Suðurgötu 8
    710 Seyðisfirði
    Sími: 470 3060

  • Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð – Eskifirði

    Dalbraut 1
    735 Eskifjörður
    Sími: 476 1200

  • Hjúkrunarheimilið Uppsalir – Fáskrúðsfirði

    Hlíðargötu 62
    750 Fáskrúðsfjörður
    Sími: 470 1410

  • Færni- og heilsumatsnefnd

    Færni- og heilsumatsnefnd starfar fyrir Austurland
    Starfsmaður nefndarinnar, Stefanía Stefánsdóttir, svarar almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu.  Einnig er veitt ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili.  Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en fjórar vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni-og heilsumat þar til að niðurstaða liggur fyrir.  Starfsmaður nefndarinnar óskar eftir vottorðum frá fagfólki sem kemur að þjónustu við umsækjendur.  Niðurstaða matsins er tilkynnt skriflega um leið og hún liggur fyrir. Sími starfsmanns Færni- og heilsumatsnefndar er 865-0026 á dagvinnutíma og netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Gæðavísar

    Til að meta gæði þjónustu og þarfir íbúa á hjúkrunarheimilum HSA er þrisvar sinnum yfir árið gert svokallað RAI-mat. Það stendur fyrir ,,Raunverulegur aðbúnaður íbúa" (Resident assessment instrument) og er yfirgripsmikið þverfaglegt tæki sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum. Þetta mælitæki metur 20 gæðavísa sem eru svo notaðir til að fylgjast með gæðum þjónustunnar á hjúkrunarheimilum. Hafa þarf í huga að gæðavísar eru vísbendingar um hvernig meðferð og umönnun er á hjúkrunarheimilum en ekki algildur sannleikur.

    Gæðaviðmið fyrir einstaka gæðavísa hafa bæði efri og neðri gæðaviðmið. Lélegt gæðaviðmið (efri mörk) gefur til kynna að viðfangsefni þurfi að kanna frekar og leita leiða til umbóta. Gott gæðaviðmið (neðri mörk) er það viðmið sem talið er lýsa góðri eða framúrskarandi umönnun og meðferð. Af 20 gæðaviðmiðum fer HSA yfir efri gæðaviðmið í 3 gæðavísum á tímabilinu nóv 2022-feb 2023, sem er einum gæðavísi minna en tímabilið þar á undan. HSA er undir neðra gæðaviðmiði í 1 gæðavísi. Ef borið saman við landsmeðaltal er HSA undir landsmeðaltali í 4 gæðavísum, svipuð niðurstaða og landsmeðaltalið í 3 gæðavísum og yfir landsmeðaltali í 13 gæðavísum.

    Hægt er að meta svokallaða hjúkrunarþyngd með RAI mælitækinu en hjúkrunarþyngd er notuð til að gefa til kynna hversu mikið álag er á hjúkrunarheimilum yfir ákveðið tímabil.

    Hjúkrunarþyngd á hjúkrunarheimilum HSA mældist 1,03 fyrir tímabilið nóv 2022-feb 2023 eða eins og síðasta tímabil. Þetta er töluvert undir landsmeðaltali þar sem hjúkrunarþyngd er 1,22. Einungis mælast 5 skjólstæðingar HSA með hjúkrunarþyngd yfir landsmeðaltali, þeir sem skora hæst eru með 1,63. Lægsta skor er 0,8.

    Gæðavísar og þyngdarstuðull hjúkrunarheimila HSA út frá niðurstöðum síðustu 4 RAI-mats tímabila.

  • Aðrar gagnlegar upplýsingar

Lesa meira:Hjúkrunarheimili

  • Hits: 11557

Heilsugæsla


  • HVERT Á AÐ LEITA

    Það getur verið óljóst hvert á að leita með mismunandi erindi innan heilbrigðisþjónustunnar. Valkvætt er til hvaða heilsugæslu innan HSA fólk leitar.

    Fólk ætti að snúa sér til heilsugæslunnar með öll erindi þar sem ekki er bráð lífshætta eða tafarlausrar meðferðar krafist í sjúkrahússumhverfi. Heilsugæslan beinir fólki áfram í viðeigandi farveg, svo sem í endurhæfingu, á sjúkrahús eða til sérfræðinga. Símanúmer vaktþjónustu heilsugæslunnar, s.s. utan dagvinnutíma, er 1700.

    Verði fólk fyrir alvarlegu slysi eða skaða ber að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112 sem gerir vakthafandi lækni og bráðateymi á viðkomandi svæði viðvart. Hafa má samband við vakthafandi lækni utan dagvinnutíma vegna heilsufarslegra erinda sem þola ekki bið.

  • TÍMAPANTANIR

    Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. Nauðsynlegt er að láta móttökuritara vita þegar mætt er í pantaðan tíma.  

  • LÆKNAR

    Heilsugæslulæknar hafa opið fyrir almenna móttöku vegna bráðra og langvinnra veikinda, og vegna slysa, alla virka daga á þjónustutíma stöðvanna. Heilsugæslulæknar sinna ennfremur bráðatilfellum utan bókaðra tíma, m.a. á svonefndri flýtivakt. Þá veita þeir símaráðgjöf, gefa út vottorð vegna veikinda og slysa og fara í sérstökum tilfellum í vitjanir til sjúklinga. Þeir taka einnig þátt í ungbarna- og mæðravernd heilsugæslustöðvanna. 

    Bókaður tími hjá lækni er venjulega 20 mínútur. Nauðsynlegt er að panta tíma nema um skyndileg veikindi eða slys sé að ræða.

  • HJÚKRUNARFRÆÐINGAR

    Við heilsugæslustöðvar HSA starfa hjúkrunarfræðingar, sem sjá um mæðra- og ungbarnavernd, heilsugæslu í skólum, heimahjúkrun fyrir skjólstæðinga heilsugæslustöðvarinnar, almenna heilsuvernd og móttöku sjúkra og slasaðra.

    Hjúkrunarfræðingar vinna í nánu sambandi við heilsugæslulækna stöðvanna. Þjónustu þeirra er hægt að nálgast með því að bóka viðtalstíma á heilsugæslustöðvum.

    Hjúkrunarfræðingar sjá einnig um að forgangsraða einstaklingum sem þarfnast þjónustu heilsugæslunnar samdægurs (flýtivakt).

  • SÍMATÍMAR

    Læknar eru með símaviðtöl alla virka daga á milli kl. 9 og 13. Þú hringir á stöðina og pantar símtal og venjulega hringir læknirinn samdægurs til baka. 

    Þessi þjónusta er fyrst og fremst til að svara stuttorðum fyrirspurnum, veita einfaldar ráðleggingar og gefa upplýsingar um niðurstöður rannsókna.

  • FLÝTIVAKT

    Hjúkrunarfræðingar sjá um að forgangsraða einstaklingum sem þarfnast þjónustu heilsugæslunnar samdægurs. Markmiðið er að veita þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni af þeim heilbrigðisstarfsmanni sem hefur yfir að ráða þekkingu á því vandamáli sem um ræðir. Þegar hringt er á heilsugæslustöð býður móttökuritari að skrá viðkomandi í símtal við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingurinn hringir til baka til að fá upplýsingar um ástæðu þess að viðkomandi þarfnast þjónustu.

    Út frá þeim upplýsingum metur hjúkrunarfræðingurinn hvernig bregðast skuli við:
    - Hjúkrunarfræðingurinn aðstoðar gegnum síma og metur að frekari þjónustu sé ekki þörf eða að bóka megi í næsta lausa tíma læknis.
    - Hjúkrunarfræðingurinn býður tíma samdægurs á heilsugæslustöð til frekara mats og þá hvort viðkomandi þarfnist sérhæfðari þjónustu innan heilsugæslunnar samdægurs.
    - Hjúkrunarfræðingurinn metur að viðkomandi þarfnist tafarlausrar þjónustu læknis og hefur milligöngu um að sú þjónusta sé veitt samdægurs.

  • LYFSEÐLAR, VOTTORÐ, TILVÍSANIR

    Endurnýjun lyfseðla
    Hægt er að endurnýja flest lyf með rafrænum skilríkjum gegnum vefsíðuna www.heilsuvera.is

    Þau lyf sem ekki er hægt að endurnýja með þeim hætti eru sterk verkjalyf, róandi lyf, eftirritunarskyld lyf, svefnlyf, sýkla-, sveppa- og veirulyf.

    Lyfjaendurnýjanir eru auk þess afgreiddar í síma
    470-3020 alla virka daga frá kl. 09:00 – 10:30.

    Þurfi símtal við lækni vegna endurnýjunar lyfja er símatími bókaður í sama númeri.

    Þurfi að endurnýja lyf sem eru í skömmtun hjá Lyfjaveri eða Lyfjalausnum þarf að skila skömmtunarkorti á næstu heilsugæslustöð.

    Vottorð
    Læknar sjá um gerð vottorða eftir beiðnum og eru þau misjöfn að gerð og umfangi. Almenna reglan varðandi að fá læknisvottorð er að panta þarf tíma hjá lækni meðan á veikindum stendur eða sem fyrst eftir að viðkomandi er rólfær. Sá sem óskar eftir vottorði þarf einnig að greiða fyrir þau. Aðeins er heimilt að afgreiða vottorð gegn greiðslu.

    Hafið samband við heilsugæsluna ef þörf er nánari upplýsinga.

    Tilvísanir
    Almennt þarf ekki tilvísanir til sérfræðilækna með þeirri undantekningu sem á við um börn á aldrinum 2-18 ára.  

    Bóka þarf tíma hjá heimilislækni vegna tilvísana barna. Börn á aldrinum 2-18 ára greiða ekkert fyrir heimsókn til sérfræðings ef þau eru með tilvísun frá heimilislækni en annars 30% af reikningi. Frítt er fyrir 2 ára og yngri og börn með umönnunarkort.
    Sjá nánari upplýsingar HÉR. 

  • BÓLUSETNINGAR

    Á vefnum Heilsuveru er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um bólusetningar fyrir fullorðna, börn, ferðamenn, verðandi mæður, viðhald bólusetninga o.s.frv.

    Panta má bólusetningu fullorðinna og barna á næstu heilsugæslustöð, þ.m.t. ónæmisaðgerðir fullorðinna, vegna utanlandsferða eða til viðhalds fyrri bólusetningum. HSA sinnir ekki lengur heilsufarsskoðunum fyrir fyrirtæki eða aðra utanaðkomandi aðila.

    Ferðamannabólusetningar er unnt að fá á öllum heilsugæslustöðvum og -selum HSA. Gott er að panta símatíma hjá hjúkrunarfræðingi sem metur þörfina fyrir bólusetningar, skipuleggur þær og gefur tíma í komu. Nánar um ferðamannabólusetningar.

    Árlegar inflúensubólusetningar eru auglýstar sérstaklega.

  • VITJANIR

    Læknar sem og hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar fara í vitjanir til þeirra sem af heilsufarsástæðum geta ekki komið til viðtals á stofu. Oftast sinna læknar vitjunum eftir að skipulagðri stofumóttöku lýkur. Bráðatilvik hafa alltaf forgang.

  • LÆKNAVAKT

    Vakthafandi læknar sinna bráðaþjónustu eftir kl. 16 virka daga og allar helgar (læknavakt). Sími 1700.

  • SJÚKRAÞJÁLFARI

    HSA fór árið 2016 af stað með nýtt þróunarverkefni á landsvísu, sem gengur út á að sjúkraþjálfari starfar nú við hlið lækna og hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni.

    Bak- og aðrir stoðkerfisverkir eru mjög algengir og orsaka stóran hluta óvinnufærni. Stór hluti bakverkja er vegna starfrænna ástæðna og leið að lausn er ekki síst í gegnum almenna og sértæka líkamlega þjálfum og réttar vinnustellingar. Sjúkraþjálfarar eru sérmenntaðir í stoðkerfi líkamans og þ.a.l. í að greina frávik í virkni þess. Því fyrr sem sjúkraþjálfari kemur að vandamáli þar sem sérþekkingar hans er þörf, því meiri líkur eru á skjótari og betri bata.

    Með því að hafa sjúkraþjálfara inni á heilsugæslu, þar sem aðrar starfsstéttir umgangast hann og eiga gott aðgengi að honum, læra þær að nýta sér styrkleika hans og þverfaglegt samstarf eykst.
    Hefð er fyrir starfi sjúkraþjálfara í heilsugæslunni í Svíþjóð og fleiri þjóðir hafa tekið þetta upp s.s. Finnar og Skotar.

    Viðfangsefni sjúkraþjálfara í heilsugæslu er:
    • Frumgreining
    • Ráðgjöf
    • Leiðbeiningar t.d. um æfingar
    • Ekki hefðbundin meðferð

    Móttökuritarar á heilsugæslu HSA bóka fólk hjá sjúkraþjálfaranum. Einstaklingar geta einnig óskað eftir slíkum tíma við móttökuritara.

    Viðvera sjúkraþjálfara í heilsugæslu HSA:
    Mánudaga: Egilsstaðir
    Þriðjudaga: Fáskrúðsfjörður
    Miðvikudaga: Egilsstaðir
    Fimmtudaga: Eskifjörður

    Sjúkraþjálfari heilsugæslunnar er að hefja fræðslu í grunnskólum um líkamsbeitingu, sem og á vettvangi skipulagðra samverustunda nýbakaðra foreldra með ungbörn sín.

    Athugið að eins og áður starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar á endurhæfingardeildum HSA og vísa læknar til þeirra

  • UM HEILSUGÆSLUÞJÓNUSTU

    Heilsugæsluþjónusta nær yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva, samkvæmt 4. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.

    Heilbrigðisstofnun Austurlands leitast við að veita íbúum Austurlands aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku, þverfaglegu samstarfi.

    Eftirfarandi þættir eru skilgreindir sem grunnþjónusta heilsugæslustöðva:

    • skipuleg móttaka læknis
    • skipuleg móttaka hjúkrunarfræðings
    • slysaþjónusta vegna smáslysa
    • símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga
    • símaþjónusta læknavakt
    • þjónusta hjúkrunarfræðinga
    • skipuleg síðdegisvakt lækna
    • vaktþjónusta/skyndikomur
    • mæðravernd
    • ungbarnavernd
    • skólaheilsuvernd
    • heilsuvernd aldraðra
    • ferðamannabólusetningar
    • blóðsýnataka/önnur sýnataka
    • leghálskrabbameinsleit
    • reglubundnar ónæmisaðgerðir
  • NEYÐARMÓTTAKA VEGNA KYNFERÐISOFBELDIS

     Á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands (FSN) er starfrækt neyðarmóttaka vegna nauðgana og kynferðisofbeldis. Vaktljósmæður fjölskyldudeildar sjá um neyðarmóttökuna ásamt vaktlæknum sjúkrahússins. Þar er tekið á móti þolendum kynferðisofbeldis sem eru 15 ára og eldri af báðum kynjum. 

    Til að fá aðstoð geta þolendur haft samband við sína heilsugæslu, 1700 eða 112.

    Öll mál sem varða börn yngri en 18 ára eru tilkynnt til lögreglu og barnaverndarnefnd. 

    Þolendum kynferðisofbeldis yngri en 15 ára er vísað á barnadeild LSH og í Barnahús til skoðunar og mats.

    Öllum þolendum, óháð aldri, stendur til boða þjónusta sálfræðings hjá Geðheilsuteymi HSA, óháð því hvort þeir vilja þiggja þjónustu neyðarmóttöku og greiða þeir komugjald fyrir.

     

Lesa meira:Heilsugæsla

  • Hits: 14726

Stjórnendur & starfsfólk


Skrifstofa forstjóra
Guðjón Hauksson Forstjóri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
s. 470-3051

Pétur Heimisson Framkvæmdastjóri lækninga

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3052 

Nína Hrönn Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3054

Þórarna Gró Friðjónsdóttir Framkvæmdastjóri mannauðs

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3028

Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastjóri fjármála

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1435

Katrín Einarsdóttir Gæðastjóri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3035

Steinunn Sigurðardóttir Starfsmaður framkvæmdastjórnar

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3050


Fagstjórar
Jónína Óskarsdóttir Fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3080

Sigríður Kristinsdóttir Fagstjóri hjúkrunar á sjúkrasviði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1453

Sigurveig Gísladóttir Fagstjóri hjúkrunar á hjúkrunarsviði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3065


Rekstrarstjórar
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Neskaupstaður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1482 

Magnfríður Ólöf Pétursdóttir Egilsstaðir & Vopnafjörður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3029

Margrét Helga Ívarsdóttir Fjarðabyggð & Djúpivogur

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-4337

Stefanía Stefánsdóttir Seyðisfjörður

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3060


Tæknideild
Kjartan Ólafur Einarsson Eigna- og tæknistjóri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s.470-3042

Valbjörn Júlíus Þorláksson Kerfisstjóri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s.470-3043

Jón Magnús Eyþórsson Kerfisstjóri

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s.470-3041


Deildarstjórar
Guðbjörg Björnsdóttir Deildarstjóri heilsugæslu og sjúkraflutninga Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s.470-3049

Sverrir Rafn Reynisson Deildarstjóri endurhæfingar Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3033

Þórunn Björg Jóhannsdóttir Teymisstjóri heimahjúkrunar Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1316

Soffía Sigríður Jónasdóttir Deildarstjóri hjúkrunarheimilið Dyngja Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3040

Bríet Magnúsdóttir Deildarstjóri hjúkrunarheimilið Dyngja Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
s. 470-3040

Guðrún Pétursdóttir Deildarstjóri heilsugæslu Fjarðabyggð & Djúpavogi

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1428

Þórhalla Ágústsdóttir Deildarstjóri sjúkradeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1453

Anna Sigríður Þórðardóttir Deildarstjóri hjúkrunardeildar HSA í Neskaupstað

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1464

Oddný Ösp Gísladóttir Deildarstjóri fjölskyldudeildar HSA

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1459

Steinunn Ingimarsdóttir Deildarstjóri rannsóknardeildar HSA

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1450

Hallgrímur Axel Tulinius Deildarstjóri myndgreiningardeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1450

Hrönn Sigurðardóttir Deildarstjóri skurðdeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1450

Jóna Lind Sævarsdóttir Deildarstjóri endurhæfingar Neskaupstað

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s.  470-1407

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir Deildarstjóri sálfræðiþjónustu HSA

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-1400

Kristín Guðveig Sigurðardóttir Deildarstjóri hjúkrunarheimilið Fossahlíð Seyðisfirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3060

Elfa Rúnarsdóttir Deildarstjóri hjúkrunar Seyðisfirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470-3060

Bryndís Guðmundsdóttir Teymisstjóri heimahjúkrunar í Fjarðabyggð

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 470 - 4327

Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir Deildarstjóri Hjúkrunarheimilið Uppsalir Fáskrúðsfirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
s. 470-1410

Járnbrá Hrund Gylfadóttir Deildarstjóri Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð Eskifirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
s. 476-1200


Yfirlæknar
Jón H H Sen Forstöðulæknir Neskaupsstað

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
(þetta netfang er EKKI fyrir lækniserindi og einungis ætlað til móttöku á stjórnunarlegum erindum og ábendingum varðandi þjónustu)

Fanney Vigfúsdóttir Yfirlæknir Egilsstöðum

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
(þetta netfang er EKKI fyrir lækniserindi og einungis ætlað til móttöku á stjórnunarlegum erindum og ábendingum varðandi þjónustu)

Þorsteinn Bergmann Yfirlæknir Seyðisfirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (þetta netfang er EKKI fyrir lækniserindi og einungis ætlað til móttöku á stjórnunarlegum erindum og ábendingum varðandi þjónustu)

Baldur Friðriksson Yfirlæknir Vopnafirði

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  (þetta netfang er EKKI fyrir lækniserindi og einungis ætlað til móttöku á stjórnunarlegum erindum og ábendingum varðandi þjónustu)

Eyjólfur Þorkelsson Yfirlæknir Fjarðabyggð

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (þetta netfang er EKKI fyrir lækniserindi og einungis ætlað til móttöku á stjórnunarlegum erindum og ábendingum varðandi þjónustu)

Lesa meira:Stjórnendur & starfsfólk

  • Hits: 22937

Starfsstöðvar

Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, á alls um 16.200 ferkílómetra svæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar. Hjá HSA starfa um 420 manns og starfsstöðvar eru 13 talsins. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Í stærri þéttbýliskjörnum eru heilsugæslustöðvar auk ýmissar stoðþjónustu og svonefnd heilsugæslusel á minni stöðunum


Lesa meira:Starfsstöðvar

  • Hits: 25602

Heilbrigðisstofnun Austurlands

COVID-19

Símanúmer stöðva


  • Borgarfjörður Eystri 470 3000

    Heilsugæslan Borgarfirði eystra
    Heiðargerði
    720 Borgarfjörður

    Almenn móttaka frá kl. 11:00-12:00 mánudaga og fimmtudaga. 
    Blóðprufur frá kl. 08:00-09:00 á mánudögum.

    Hringja

  • Breiðdalsvík 470 3099

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Djúpivogur 470 3090

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Egilsstaðir 470 3000

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Eskifjörður 470 1430

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Fáskrúðsfjörður 470 3080

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Neskaupsstaður 470 1450

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Reyðarfjörður 470 1420

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Seyðisfjörður 470 3060

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Stöðvarfjörður 470 3088

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Vopnafjörður 470 3070

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Maecenas cursus nisl nulla, sit amet dictum velit auctor quis. Donec tincidunt mauris eu libero convallis eleifend.

    Hringja

  • Vaktsími HSA 1700

    Símanúmerið 1700 er sameiginleg símaráðgjöf fyrir heilsutengdar fyrirspurnir á landsvísu. Númerið tengir fyrirspyrjanda við hjúkrunarfræðing, sem veitir ráðgjöf, gefur eftir atvikum samband við lækni, eða leiðbeinir um hvert skal leita innan heilbrigðiskerfisins.

    Ef hringt er í vaktsíma lækna tengist hringingin sjálfkrafa í síma 1700.

    Ef um slys og alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf – hringið í 112!



Sjálfshjálp

Heilsugæsla

Hjúkrunarheimili

Sjúkrahús

Fleiri fréttir ->
  • Meðganga & fæðing

  • Ungbarnavernd

  • Rannsóknir

  • Endurhæfing

  • Öldrunarþjónusta

  • Geðheilbrigði

  • Skólaheilsugæsla

  • Andlát

Lesa meira:Heilbrigðisstofnun Austurlands

  • Hits: 279608
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.