Guðjón Hauksson, forstjóri:
„Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af vottuninni. Þessi vottun rímar einnig fullkomlega við jafnréttisstefnu okkar og jafnréttisáætlun. Þrátt fyrir þennan áfanga mun HSA ekki slá slöku við þegar kemur að áframhaldandi vinnu að auknu jafnrétti“.
Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs:
„Hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands starfa að jafnaði um 350 manns og eru konur í miklum meirihluta starfsfólks eða um 86% á móti 14% karla. Það er afar ánægjulegt að HSA hafi náð þessum áfanga sem verður liður í að tryggja launajafnrétti og um leið að auka og viðhalda starfsánægja og gera stofnunina að eftirsóttum vinnustað“.
F.v. Emil Sigurjónsson frkvstj. mannauðssviðs, Þórarna Gró Friðjónsdóttir rekstrar- og verkefnisstjóri og Guðjón Hauksson forstjóri HSA, með skírteini BSI um jafnlaunavottun stofnunarinnar.