Upplýsingar


  • SKRIFSTOFA FORSTJÓRA & BÓKHALDS

    Skrifstofa forstjóra er á Egilsstöðum:
    Heimilisfang:

    Lagarás 22
    700 Egilsstaðir
    Sími: 470 3050
    Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
    - Athugið að fyrirspurnir varðandi inn- og útsenda reikninga skal senda á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Þar starfa:
    Guðjón Hauksson, forstjóri.
    Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga.
    Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
    Svava I. Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála.
    Þórarna Gró Friðjónsdóttir, mannauðsstjóri.
    Katrín Einarsdóttir, gæðastjóri.
    Steinunn Sigurðardóttir, starfsmaður framkvæmdastjórnar.

    Bókhaldskrifstofa HSA er í Neskaupstað:
    Heimilisfang:
    Mýrargata 20
    740 Neskaupstaður
    Sími: 470 1401 og 470 1402
    Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Fjármálastjóri; 
    Sími: 470 1435, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

    Aðalbókari;
    Sími: 470 1402, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

    Launadeild; 
    Sími: 470 3034, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

     

  • UM HSA

    Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi, á alls um 16.200 ferkílómetra svæði allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar. Íbúafjöldi á Austurlandi er um 11 þúsund manns.

    HSA er ríkisrekin þjónustustofnun sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1999 og veitir alhliða heilsugæslu-, sjúkra- og hjúkrunarþjónustu. Við tilurð hennar sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Austurlandi í eina. Markmiðin með stofnun HSA voru m.a. að tryggja íbúum góða heilbrigðisþjónustu og styrkja þjónustusvæðið sem stofnunin nær til, t.d. með bættri mönnun, samvinnu og samnýtingu. 

    Meginhlutverk HSA er að veita íbúum Austurlands og öðrum er þar dvelja, aðgengilega og eftir megni samfellda og alhliða heilbrigðisþjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar, sem og almenna sjúkrahúsþjónustu, í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Hver starfsstöð og starfsmenn hennar gegna mikilvægu hlutverki sem hlekkur í samfelldri þjónustukeðju HSA, sem  byggja skal á þekkingu, þverfaglegri samvinnu og þjónustulund og á þátt í að skapa ímynd HSA.

    Hjá HSA starfa um 420 manns og starfsstöðvar eru 13 talsins. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Í stærri þéttbýliskjörnum eru heilsugæslustöðvar auk ýmissar stoðþjónustu og svonefnd heilsugæslusel á minni stöðunum.

    Helstu viðfangsefni HSA eru;

    - Lækningar og hjúkrun
    - Hjúkrunarþjónusta við aldraða
    - Heimahjúkrun
    - Fæðingarþjónusta og ungbarnavernd
    - Endurhæfing
    - Skólaheilsugæsla
    - Rannsóknir
    - Kennsla

    Gildi HSA eru: Virðing - öryggi - fagmennska.
    Lögð er rík áhersla á þverfaglegt starf innan stofnunarinnar, undir einkunnarorðunum: Samvinna um velferð. Allt starf HSA miðar að því að eiga samvinnu um velferð.

  • SKIPURIT

    Skipurit HSA var samþykkt af Heilbrigðisráðherra þann 17. apríl 2019.

  • SAMÞYKKTIR & STEFNUR

  • JAFNLAUNAVOTTUN

    Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur hlotið jafnlaunavottun - fyrst allra heilbrigðisstofnana á Íslandi.

    Jafnréttisstofa hefur frá og með 9. maí sl. veitt stofnuninni heimild til að nota jafnlaunamerkið. Vottunin staðfestir að HSA uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunamerkinu er ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd HSA. Merkið staðfestir að stofnunin hefur komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér beina eða óbeina kyndbundna mismunun, né launaójöfnuð af öðru tagi. Það var BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og tilheyrir BSI group (British Standards Institution) sem framkvæmdi úttektina. Eins og áður hefur komið fram þá er Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi sem hlýtur jafnlaunavottun.

    Guðjón Hauksson, forstjóri:
    „Það er algjört réttlætismál og sjálssögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Nú hefur Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) fengið vottun þess efnis og erum við öll afar stolt af vottuninni. Þessi vottun rímar einnig fullkomlega við jafnréttisstefnu okkar og jafnréttisáætlun. Þrátt fyrir þennan áfanga mun HSA ekki slá slöku við þegar kemur að áframhaldandi vinnu að auknu jafnrétti“.

    Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs:
    „Hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands starfa að jafnaði um 350 manns og eru konur í miklum meirihluta starfsfólks eða um 86% á móti 14% karla. Það er afar ánægjulegt að HSA hafi náð þessum áfanga sem verður liður í að tryggja launajafnrétti og um leið að auka og viðhalda starfsánægja og gera stofnunina að eftirsóttum vinnustað“.

              Jafnlaunavottun

          

     

     

     

      


    F.v. Emil Sigurjónsson frkvstj. mannauðssviðs, Þórarna Gró Friðjónsdóttir rekstrar- og verkefnisstjóri og Guðjón Hauksson forstjóri HSA, með skírteini BSI um jafnlaunavottun stofnunarinnar.

  • VIÐBRAGÐSÁÆTLUN

    Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) í kjölfar atviks sem kallar á aukin viðbrögð starfsmanna stofnunarinnar.

    vidragdsaetlun mynd

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Lagarás 22
700 Egilsstaðir
kt. 610199-2839
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.