Logo hsa

Starfsstöðvar HSA

Fjórar stöður lækna í heilsugæslu HSA

HSA óskar eftir læknum til starfa, sem hér segir:
- Yfirlæknir í Fjarðabyggð og yfirlæknir á Egilsstöðum.
- Tveir heilsugæslulæknar, annar með aðalstarfsstöð í Fjarðabyggð og hinn á Egilsstöðum. 

Stöðurnar veitast frá 01.09. 2016 og eru 100%, nema um annað sé samið.

Austurland er stórt og dreifbýlt með um 11 þúsund íbúa, þar sem HSA sinnir allri heilsugæslu á mörgum stöðvum, rekur Umdæmissjúkrahús Austurlands/FSN og þrjár hjúkrunardeildir. Auk lækna í heilsugæslu, skurðlæknis og svæfingalæknis á sjúkrahúsinu starfar húðsjúkdómalæknir hjá HSA og þar er reglulega veitt ýmiss konar önnur sérfræðiþjónusta. HSA hefur langa reynslu af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilislækningum. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu lækna með öðru fagfólki, þ.á.m. hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirlæknir samkvæmt starfslýsingu.
- Almennar lækningar.
- Heilsuvernd.
- Vaktþjónusta.
- Kennsla nema.
- Þátttaka í vísindastarfi, gæða- og umbótaverkefnum.

Hæfnikröfur
- Sérfræðimenntun í heimilislækningum er krafa varðandi yfirlæknisstarfið og æskileg en ekki skilyrt fyrir hinar stöðurnar.
- Sjálfstæði í starfi, skipuleg og öguð vinnubrögð og faglegur metnaður.
- Reynsla af og vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu).
- Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki.
- Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.
- Íslenskukunnátta áskilin.

Umsóknarfrestur er til 30.júní 2016.

Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands, en áhugasamir eru hvattir til að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um kjör.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um nám, starfsreynslu, kennslu og vísindastörf, ásamt afriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat HSA byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

Nánari upplýsingar veita: Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, netf. petur<hjá>hsa.is, Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3053 og 895-2488, netf. emils<hjá>hsa.is og Kristín B. Albertsdóttir forstjóri HSA s. 470-3051 og 866-8696, netf. kba<hjá>hsa.is.

Heilbrigðisstofnun Austurlands - kt. 610199-2839 - info@hsa.is - sjá nánar undir Stjórnsýsla